Gáfu skít í yfirmann sem hreykti sér af þeirra afrekum Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 11:30 Guðrún Arnardóttir, til hægri á mynd að fagna marki Íslands gegn Austurríki í sumar, deildi í dag færslu Caroline Seger með gagnrýni á yfirmann knattspyrnumála hjá Rosengård. Samsett/Instagram/Diego Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans. „Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger. Sænski boltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Sjá meira
„Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger.
Sænski boltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Sjá meira