Haldið í hefðina í Hafnarfirði eftir óhapp Ólafs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 09:01 Ólafur hefur svo sannarlega orðið áhrifavaldur mikill í Hafnarfjarðarhöfn. Rafmagnskassar í Hafnarfjarðarhöfn hafa um árabil verið málaðir gulir. Það er hefð sem tíðkast hvergi annars staðar í höfnum landsins. Ástæðuna má rekja til óhapps sem varð þegar tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage var þar við málningarvinnu fyrir þó nokkrum árum síðan. „Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“ Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Sjá meira
„Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“
Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Sjá meira