Sport

Tók einn og hálfan tíma að finna ungu hjólreiðakonuna sem lést

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Muriel Furrer lést á föstudaginn, aðeins átján ára að aldri.
Muriel Furrer lést á föstudaginn, aðeins átján ára að aldri. getty/Dario Belingheri

Muriel Furrer, átján ára hjólreiðakona sem lést eftir slys á HM ungmenna í síðustu viku, lá afskiptalaus í einn og hálfan tíma eftir að hafa dottið af hjóli sínu.

Mikil rigning var í Zürich í Sviss þar sem HM fór fram. Furrer féll af hjólinu þegar hún tók beygju og hlaut alvarlega höfuðáverka.

Samkvæmt svissneska fjölmiðlinum Blick tók það skipuleggjendur HM níutíu mínútur að finna Furrer. Raunar fannst hún ekki fyrr en keppni á fimmtudaginn var lokið. 

Eftir að hún fannst tók það svo klukkutíma í viðbót að koma henni af slysstað í sjúkraþyrlu. Furrer var flutt á spítala þar sem hún lést.

Þrátt fyrir slysið var keppni á HM haldið áfram. Ákvörðun um það var tekin í samráði við fjölskyldu Furrers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×