Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 10:04 Anna Margrét og Erna hafa sett vefsíðu í loftið til að auðvelda fólki í auglýsingaiðnaði að koma efni sínu á framfæri. Herferð Fjölmiðla-, markaðs- og almannatengslakonurnar Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir hafa sett nýjan vefmiðil í loftið sem er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaði á Íslandi. Miðillinn heitir Herferð. „Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Á Herferð verður fjallað um allt sem fellur undir breitt svið markaðsmála og býðst fagfólki að senda inn verkefni sín þar til umfjöllunar. Ekki verður tekið greitt fyrir að hljóta birtingu á miðlinum. Einnig verða þar birtir pistlar ásamt ritstýrðu efni svo sem viðtöl við markaðsþenkjandi stjórnendur og fleiri,“ segir í tilkynningu frá miðlinum. Fyrsti viðmælandi er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Hann ræðir m.a. mikilvægi markaðsmála fyrir framgang fyrirtækisins ásamt frekari fyriráætlunum um hinn kostnaðarsama Collab-útflutning. „Markmiðið með Herferð er að styrkja ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs- og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi. Herferð skapar þannig tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og veitir vettvang fyrir faglega umræðu um íslensk markaðsmál,“ segir í tilkynningunni. Vísað er til sambærilegra miðla erlendis svo sem AdWeek, The Drum og Kampanje. Að Herferð standa þær Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir. Báðar hafa þær fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum, bæði á Íslandi og erlendis. Þær störfuðu saman um hríð í ritstjórn tímaritsins Nýs Lífs sem var og hét og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan. Anna Margrét er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og rekur Altso ráðgjöf og Erna rekur vörumerkja- og vefstúdíóið Blóð sem sérhæfir sig í að efla ásýnd vörumerkja á netinu hérlendis sem og erlendis. „Við lítum á þennan miðil sem öflun á samtímaheimildum í faginu sem hefur verið ábótavant. Þetta er okkar framlag í að stofna til gagnagrunns um íslenska sköpunargleði í dægurmenningu; auglýsingagerð, mörkun, markaðshugsjónir og ekki síst endurspeglun á íslenska menningu. Við treystum á áhuga fagfólks og áhugamanna um að hlúa að Herferð með okkur og stuðla að sterkum og langlífum fagmiðli sem mun efla bransann hér á landi,“ segir Erna. „Eftir að hafa unnið erlendis undanfarinn áratug með miðlun og samskipti, rákum við okkur á að það vantaði góðan og faglegan vettvang til að fjalla um markaðsmál á Íslandi. Það var því upplagt að ráðast í að koma Herferð á laggirnar og gera okkar til að styðja við umræðuna um íslensk markaðsmál og styrkja í leiðinni ásýnd iðnaðarins,“ segir Anna Margrét.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira