Starfsfólkið slegið eftir brunann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 11:02 Eins og sjá má eru miklar skemmdir á húsnæðinu. Vísir/vilhelm Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið. Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“ Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“
Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira