Skiltið skuli fjarlægt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Skilti hefur verið á staðnum um hríð en stafrænt skilti nýtur ekki náð fyrir augum bæjaryfirvalda. Vísir/Vilhelm Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira