Tína sveppi í íslenskri náttúru og nýta til fulls Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2024 10:32 Fjölskyldan er öll í sveppunum. Áhugi Íslendinga á því að tína og nýta matsveppi hefur stóraukist á undanförnum árum. Hjónin og matgæðingarnir Heiða Björg Tómasdóttir og Michele Rebora standa flestum framar þegar kemur að því að tína og matreiða íslenska matsveppi. Þau kenna áhorfendum að matreiða sveppa carpaccio, stórsteik úr kóngssveppi og sérstaka ítalska uppskrift sem fékk Slow Food forsprakka til að missa sig. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja til þeirra hjóna og fá að sjá mismunandi aðferðir við það að matreiða og geyma þessar gjafir náttúrunnar. Michele er ítalskur og ólst upp við þá hefð að fara út í skó með körfu og tína sveppi. Þau hjónin segjast tína tíu mismunandi tegundir sveppa en hverjar eru þumalputtareglurnar og hvað ber að varast? Sigrún Ósk var mjög hrifin af sveppunum. „Þú byrjar á því að læra tína pípusveppi, sveppir sem eru með svona svampi undir. Það er öruggar að byrja svoleiðis. Á Íslandi eru þannig sveppir alltaf í lagi,“ segir Heiða en þau hjónin nefna til sögunnar rauða og hvíta berserkjasvepp sem er eitraður en til að borða þann svepp þarf mjög einbeittan brotavilja. Góð regla er að leita sér alltaf upplýsinga og má til að mynda gera það inni á Facebook-hópun Funga Íslands. Einna algengast er að fólk þurrki sveppi eða steiki og frysti til geymslu. En þau luma á þriðju aðferðinni. „Þetta er mjög algengt á mínum heimaslóðum í kringum Genoa en þeir eru snöggsoðnir í ediki og hvítvíni. Síðan sett í krukku og þar er bætt við lafviðarlaufi, negulnagla og pipar og stundum chilí. Síðan er sett jómfrúarolía og geymt í það minnsta kosti í þrjá mánuði,“ segir Michele og bætir við að þá sé hægt að byrja nota þá sveppi í kringum jólin en annars geymast þeir árum saman. Hann segir að það megi nýta sveppina eins og ólífur, eintóma sem snarl, ofan á pítsu eða sem meðlæti með mat. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig hægt sé að nýta sveppi úr íslenskri náttúru til matargerðar. Ísland í dag Matur Sveppir Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Hjónin og matgæðingarnir Heiða Björg Tómasdóttir og Michele Rebora standa flestum framar þegar kemur að því að tína og matreiða íslenska matsveppi. Þau kenna áhorfendum að matreiða sveppa carpaccio, stórsteik úr kóngssveppi og sérstaka ítalska uppskrift sem fékk Slow Food forsprakka til að missa sig. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja til þeirra hjóna og fá að sjá mismunandi aðferðir við það að matreiða og geyma þessar gjafir náttúrunnar. Michele er ítalskur og ólst upp við þá hefð að fara út í skó með körfu og tína sveppi. Þau hjónin segjast tína tíu mismunandi tegundir sveppa en hverjar eru þumalputtareglurnar og hvað ber að varast? Sigrún Ósk var mjög hrifin af sveppunum. „Þú byrjar á því að læra tína pípusveppi, sveppir sem eru með svona svampi undir. Það er öruggar að byrja svoleiðis. Á Íslandi eru þannig sveppir alltaf í lagi,“ segir Heiða en þau hjónin nefna til sögunnar rauða og hvíta berserkjasvepp sem er eitraður en til að borða þann svepp þarf mjög einbeittan brotavilja. Góð regla er að leita sér alltaf upplýsinga og má til að mynda gera það inni á Facebook-hópun Funga Íslands. Einna algengast er að fólk þurrki sveppi eða steiki og frysti til geymslu. En þau luma á þriðju aðferðinni. „Þetta er mjög algengt á mínum heimaslóðum í kringum Genoa en þeir eru snöggsoðnir í ediki og hvítvíni. Síðan sett í krukku og þar er bætt við lafviðarlaufi, negulnagla og pipar og stundum chilí. Síðan er sett jómfrúarolía og geymt í það minnsta kosti í þrjá mánuði,“ segir Michele og bætir við að þá sé hægt að byrja nota þá sveppi í kringum jólin en annars geymast þeir árum saman. Hann segir að það megi nýta sveppina eins og ólífur, eintóma sem snarl, ofan á pítsu eða sem meðlæti með mat. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig hægt sé að nýta sveppi úr íslenskri náttúru til matargerðar.
Ísland í dag Matur Sveppir Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira