Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við fréttastofu.
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst þar sem 270 starfsmönnum var sagt upp störfum, þar með talið hjá Controlant þar sem 150 manns misstu vinnuna.
Vísir hefur þegar sagt frá því að ÁTVR hafi sagt upp þrettán manns í síðasta mánuði og þá var starfsfólki hjá auglýsingastofunum Hvíta húsinu og Ennemm sagt upp. Þær uppsagnir flokkast þó ekki sem hópuppsagnir og þarf ekki að tilkynna sérstaklega til Vinnumálastofnunar.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.