Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:34 Það fór ekki nægilega vel af stað hjá Heimi Hallgrímssyni í september og hann gerir sex breytingar á leikmannahópnum frá því verkefni. Getty/Stephn McCarthy Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00
Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31
Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33
Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33