Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. október 2024 21:02 Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra Hafnarfirði, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins. Ívar/Vilhelm Meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra mótmælir áformum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema lög um orlof húsmæðra og segir að það yrði skerðing á lífsgæðum fjölmargra kvenna. Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“ Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“
Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira