Ísak: Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2024 22:26 Ísak Máni Wium er yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR. Vísir/Bára Dröfn ÍR hóf körfuboltatímabilið á því að lúta í gras fyrir Grindavík með 19 stigum. ÍR byrjaði ágætlega og átti sína kafla en höfðu ekki það sem þarf til að komast nær Grindvíkingum. Ísak Wium, þjálfari ÍR, sagði að margir þyrftu að koma með meira að borðinu til að sigrar kæmu í hús. „Eigum við ekki bara að segja að Grindavík sé 19 stigum betri en við akkúrat eins og staðan er í dag“, Var það eitthvað sérstakt sem Ísak gat bent á sem útskýrði muninn á liðunum? „Mér fannst við koma flatir út í leikinn og vorum ekki klárir í þessa líkamlegu baráttu sem var hér í kvöld. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það var gegnum gangandi í leiknum. Ef við náðum ekki stoppum þá virtist vera erfitt fyrir okkur að hlaupa og búa til opin þriggja stiga skot. Það útskýrir kannski hittni liðsins og stigaskorið.“ Sér Ísak eitthvað sérstakt sem hann þarf að segja við sína menn eftir leik eins og þennan? „Nei, bara „We go again“ næsta fimmtudag. Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera og við getum ekki verið að hengja haus of lengi við þennan leik því næsti leikur er jafn erfiður [Tindastóll er næsti andstæðingur ÍR].“ Jacob Falko, bandarískur bakvörður ÍR, var lengi að finna fjölina sína en þegar hann komst í gang var hann helsta ógn ÍR. Bjóst Ísak við meiru frá honum? „Falko var fínn og aðrir fínir en við þurfum meira frá öllum. Hann er ekki að koma hingað ot skora 40 stig í leik og við þurfum að finna lausnir á sóknarleiknum okkar og varnarlega þannig að Jacob Falko er bara lítil eining í þeirri mynd.“ ÍR Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
„Eigum við ekki bara að segja að Grindavík sé 19 stigum betri en við akkúrat eins og staðan er í dag“, Var það eitthvað sérstakt sem Ísak gat bent á sem útskýrði muninn á liðunum? „Mér fannst við koma flatir út í leikinn og vorum ekki klárir í þessa líkamlegu baráttu sem var hér í kvöld. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það var gegnum gangandi í leiknum. Ef við náðum ekki stoppum þá virtist vera erfitt fyrir okkur að hlaupa og búa til opin þriggja stiga skot. Það útskýrir kannski hittni liðsins og stigaskorið.“ Sér Ísak eitthvað sérstakt sem hann þarf að segja við sína menn eftir leik eins og þennan? „Nei, bara „We go again“ næsta fimmtudag. Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera og við getum ekki verið að hengja haus of lengi við þennan leik því næsti leikur er jafn erfiður [Tindastóll er næsti andstæðingur ÍR].“ Jacob Falko, bandarískur bakvörður ÍR, var lengi að finna fjölina sína en þegar hann komst í gang var hann helsta ógn ÍR. Bjóst Ísak við meiru frá honum? „Falko var fínn og aðrir fínir en við þurfum meira frá öllum. Hann er ekki að koma hingað ot skora 40 stig í leik og við þurfum að finna lausnir á sóknarleiknum okkar og varnarlega þannig að Jacob Falko er bara lítil eining í þeirri mynd.“
ÍR Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32