Þar segir að það verði norðaustlæg átt, víða kaldi en allhvasst suðaustantil. Þá verði bjartviðri á Suður- og Vesturlandi en skýjað með köflum og stöku él fyrir austan.
Hiti verði eitt til níu stig, mildast á suðvestanverðu landinu. Þá muni kólna smám saman í veðri eftir helgi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 5-13 m/s, en hvassara suðaustantil.
Skýjað og stöku él á Norðausturlandi, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, mildast syðst.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðan 3-10 og lítilsháttar él fyrir norðan og austan, hiti um eða undir frostmarki. Bjart með köflum sunnan heiða og hiti 0 til 4 stig.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, skýjað og dálítil snjókoma með köflum, en yfirleitt þurrt vestantil. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.
Á föstudag:
Fremur hæg norðlæg átt, skýjað og lítilsháttar él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Svalt í veðri.