Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2024 15:53 Ásta Eir Árnadóttir lauk ferlinum á að lyfta Íslandsmeistaraskildinum. vísir/diego Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásta lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar í nítjánda sinn. Ásta greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hætta í fótbolta í myndbandi sem Blikar sendu frá sér. „Ég er búin að ákveða að hætta í fótbolta. Þetta er síðasta tímabilið mitt. Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því og það er það sem ég er að gera,“ sagði Ásta. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið þessa ákvörðun í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla. Ég fór inn í tímabilið og vildi njóta og gefa allt í þetta.“ Ásta lék með Breiðabliki allan ferilinn og var gerð að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið 2021. Ásta lék alls 176 leiki í efstu deild og skoraði sjö mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og þrisvar sinnum bikarmeistari. Ásta lék tólf A-landsleiki á ferlinum auk 25 leikja fyrir yngri landslið Íslands. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48 „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49 Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Ásta lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar í nítjánda sinn. Ásta greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hætta í fótbolta í myndbandi sem Blikar sendu frá sér. „Ég er búin að ákveða að hætta í fótbolta. Þetta er síðasta tímabilið mitt. Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því og það er það sem ég er að gera,“ sagði Ásta. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið þessa ákvörðun í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla. Ég fór inn í tímabilið og vildi njóta og gefa allt í þetta.“ Ásta lék með Breiðabliki allan ferilinn og var gerð að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið 2021. Ásta lék alls 176 leiki í efstu deild og skoraði sjö mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og þrisvar sinnum bikarmeistari. Ásta lék tólf A-landsleiki á ferlinum auk 25 leikja fyrir yngri landslið Íslands.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48 „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49 Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25
„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31
Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16
„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43
„Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48
„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49
Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14