Lífið

Bergrún Íris og Kol­brún keyptu í Hafnar­firði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bergrún Íris og Kolbrún opinberuðu samband sitt í desember í fyrra.
Bergrún Íris og Kolbrún opinberuðu samband sitt í desember í fyrra. Skjáskot

Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir og kærastan hennar, Kolbrún Ósk Skaftadóttir bóka­stjóri hjá Bókabeitunni, festu kaup á fallegri hæð við Breiðvang í Hafnarfirði.

Um  er að ræða 189,7 fermetrar eign í húsi sem var byggt árið 1973 og býr yfir miklum sjarma. Parið greiddi 118,5 milljónir fyrir eignina.

Eignin hefur verið endurnýjuð að innan síðastliðin ár á stílhreinan og fallegan máta. 

Samtals eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stofa og borðstofa er í opnu rými þar sem útgengt er á rúmgóðar suðursvalir. Í stofunni er fallegur upprunalegur arinn sem gefur rýminu hlýlegt yfirbragð.

Í eldhúsinu er nýleg hvít innrétting með góðu skápaplássi og tvöföldum ísskáp. Fyrir miðju er vegleg eldhúseyja með grárri borðplötu.

Deila bókmenntaáhuganum 

Bergrún og Kolbrún opinberuðu samband sitt í desember í fyrra og vörðu jólunum saman. 

Bergrún Íris er einn fremsti barnabókahöfundur landsins. Hún hlaut Barna- og ung­menna­bóka­verðlaun Vestn­or­ræna ráðsins fyr­ir bók sína Lang­elst­ur að ei­lífu árið 2020 og Íslensku bók­mennta­verðlaun­in fyr­ir sömu bók árið 2019. Fyrir bókina Kennarinn sem hvarf hlaut hún Barna­bóka­verðlaun Guðrún­ar Helga­dótt­ur og Fjöruverðlaunin árið 2019. Bergrún Íris var útnefnd Bæj­arlistamaður Hafn­ar­fjarðar árið 2020.

Kolbrún Ósk deilir bókmenntaáhuganum með Bergrúnu en samkvæmt Facebook síðu hennar starfar hún sem bókastjóri hjá Bókabeitunni. Kolbrún hefur einnig starfað hjá Storytel, Heimkaup og Forlaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×