Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2024 13:58 Arna Stefanía Guðmundsdóttir var um árabil ein öflugasta frjálsíþróttakona landsins. Hún er meðal kennara við Seljaskóla. Nú Framsýn menntun Arna Stefanía Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og íþróttakona, segir aldrei hafa verið eins mikilvægt að samfélagið meti kennara að verðleikum. Sjálf sé hún spurð að því hvert hún stefni í framtíðinni líkt og kennarastarfið sé tímabundið starf. Arna Stefanía stingur niður penna í skoðanahluta Vísis í dag. Hún lýsir því að hafa verið spurð að því nýlega hvert hún stefndi. „Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum,“ segir Arna Stefanía. Svarið hafi því verið einfalt, að verða enn betri kennari. Stefnan ekki sett á skólastjórann Í framhaldinu hafi fylgt leiðrétting á spurningunni. „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?“ Arna Stefanía segist ekki alveg hafa skilið spurninguna. Helst hafi henni dottið í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Hún hafi svarað í þeim dúr og uppskorið hlátur. „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Alls ekki, var svar Örnu Stefaníu. „Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni.“ Krúttleg hugsun Enn var spurt: „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Örnu Stefaníu segist hafa brugðið við þessa spurningu þó hún kæmi kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við fyrri spurningar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði hún játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu hafi lokið með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun. Dáist að öðrum kennurum „Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur,“ segir Arna Stefanía. Hún starfar sem kennari í Seljaskóla í Breiðholti í Reykjavík. Þar fyllist hún aðdáun af horfa á brennandi áhuga annarra kennara á starfi sínu. „Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi.“ Göfugt starf en krefjandi Þá hafi hún kynnst kennurum eigin barna sem virðast allir eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu. „Þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma.“ Það sé göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. „Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim.“ Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Arna Stefanía stingur niður penna í skoðanahluta Vísis í dag. Hún lýsir því að hafa verið spurð að því nýlega hvert hún stefndi. „Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum,“ segir Arna Stefanía. Svarið hafi því verið einfalt, að verða enn betri kennari. Stefnan ekki sett á skólastjórann Í framhaldinu hafi fylgt leiðrétting á spurningunni. „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?“ Arna Stefanía segist ekki alveg hafa skilið spurninguna. Helst hafi henni dottið í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Hún hafi svarað í þeim dúr og uppskorið hlátur. „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Alls ekki, var svar Örnu Stefaníu. „Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni.“ Krúttleg hugsun Enn var spurt: „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Örnu Stefaníu segist hafa brugðið við þessa spurningu þó hún kæmi kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við fyrri spurningar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði hún játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu hafi lokið með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun. Dáist að öðrum kennurum „Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur,“ segir Arna Stefanía. Hún starfar sem kennari í Seljaskóla í Breiðholti í Reykjavík. Þar fyllist hún aðdáun af horfa á brennandi áhuga annarra kennara á starfi sínu. „Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi.“ Göfugt starf en krefjandi Þá hafi hún kynnst kennurum eigin barna sem virðast allir eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu. „Þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma.“ Það sé göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. „Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim.“
Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira