Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 19:06 Jón Gnarr furðar sig á fréttaflutningi um sigurvissu sína fyrir prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingskosningar. Hann sé enginn kvenhatari. Vísir/Vilhelm/Grafík Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða. Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða.
Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira