Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 7. október 2024 19:30 Fara á í mikla uppbyggingu á svæðinu. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18
Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58
Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31