Búið að byrgja brunninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 20:12 Starfsmaður ÞG verktaka leggur lokahönd á nýtt steypt járnlok á brunninn við Holtsveg 13 sem tveggja ára drengur datt ofan í. Vísir/Vilhelm Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag. Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag.
Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira