Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2024 07:02 Etihad-völlurinn er heimavöllur Manchester City. Hann heitir eftir flugfélaginu Etihad. MI News/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City sem og forráðamenn ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu þykjast hafa haft betur í máli félagsins gegn deildinni er kemur að auglýsingatekjum. Ekki er um að ræða mál tengt 115 ákærunum á hendur Man City. Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira