Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 08:02 Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson fóru vandlega yfir uppbótartímann í Kórnum, þegar Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira