Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 08:02 Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson fóru vandlega yfir uppbótartímann í Kórnum, þegar Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn