Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2024 07:41 Hin tíu ára Kolfinna Eldey Sigurðardóttir var jarðsungin frá Grafarvogskirkju í gær. Vísir/Vilhelm Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“. „Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra.“ Hún segir að efla þurfi geðheilbrigðisþjónustu margfalt og tryggja að dauði Kolfinnu Eldeyjar verði ekki til einskis. Þetta er meðal þess sem Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafði eftir Ingu Dagnýju í minningarorðum um Kolfinnu Eldey við útför hennar frá Grafarvogskirkju í gær. Arna Ýrr birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún segir frá orðum móðurinnar. Kolfinna Eldey fannst látin skammt frá Krýsuvíkurvegi að kvöldi 15. september síðastliðinn og er faðir hennar í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ráðið henni bana. Orð sem eiga erindi við alla Arna Ýrr segir í færslu sinni að dauði Kolfinnu Eldeyjar sé öllum harmdauði. „Við sem samfélag syrgjum og finnum til með öllum ástvinum hennar og við veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að búa öllum börnum á Íslandi öruggt skjól,“ segir Arna Ýrr. Hún segir að Ingu Dagnýju, móður Kolfinnu, hafi fundist hluti minningarorðanna eiga erindi við þjóðina og að vonast sé til að þessi hörmulegi atburður verði til þess að vekja okkur öll sem samfélag til meðvitundar um að þurfi til að efla geðheilbrigðisþjónustu margfalt. Arna Ýrr Sigurðardóttir tók til starfa í Grafarvogskirkju í sumar.Þjóðkirkjan Dauði Kolfinnu verði ekki til einskis Arna Ýrr segir að nú bíði fjölskyldu Kolfinnu það verkefni að fóta sig í nýjum veruleika. Verkefni íslensks samfélags sé að læra af reynslunni og gera betur. Þar beri stjórnvöld mikla ábyrgð og skorar hún á að láta dauða Kolfinnu „ekki verða til einskis“. Presturinn vísar svo beint í minningarorðin um Kolfinnu. „Dauði Kolfinnu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kringumstæðurnar eru okkur algjörlega óskiljanlegar og munu líklega alltaf vera það, því það er sennilega mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér. Ég spurði Ingu Dagnýju, mömmu Kolfinnu, hvað hún myndi vilja að ég segði um þennan atburð. Hún sagði: Þetta var hörmulegur og ófyrirsjáanlegur atburður sem ekki er hægt að kenna neinu um nema handónýtu kerfi. Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra,“ segir Arna Ýrr. Kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst Presturinn sagði það því miður allt of oft raunin, að fólk sem þarfnist aðstoðar komi að lokuðum dyrum. Við horfum upp á það æ oftar að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi, sérstaklega ekki fólk sem leiti aðstoðar hjá geðheilbrigðiskerfinu. „Við þurfum að fara að horfast í augu við það að geðsjúkdómar draga fólk til dauða alveg eins og krabbamein og hjartasjúkdómar, og við þurfum að aflétta skömminni sem liggur eins og mara yfir fólki með þessa sjúkdóma, og ekki síður eins og mara yfir aðstandendum. Og ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láta lífið, eins og hefur nú gerst þrisvar á þessu eina ári, þá þurfum við sem samfélag að spýta í lófana, þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu, sem og þjónustu við börn sem glíma við erfiðan vanda í skólakerfinu. Við hljótum öll að vera sammála um að þarna þarf að forgangsraða upp á nýtt, því að hvert mannslíf sem glatast vegna skorts á fjármagni og mannúð í geðheilbrigðiskerfinu er einu mannslífi of mikið. Kolfinna Eldey varð aðeins 10 ára gömul. Það er ekki löng ævi, en ef við mælum okkur við eilífðina, þá verður sá tími sem við fáum hér í heimi afstæður. Og það er hægt að lifa í stuttan tíma og hafa þannig áhrif á heiminn í kringum sig að hann verði betri en áður. Og það gerði Kolfinna. Hún kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst. Hún var sólargeisli fjölskyldunnar, engillinn sem þau fengu að hafa í 10 ár,“ segir Arna Ýrr í færslu sinni á Facebook í gærkvöldi. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. 7. október 2024 11:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra.“ Hún segir að efla þurfi geðheilbrigðisþjónustu margfalt og tryggja að dauði Kolfinnu Eldeyjar verði ekki til einskis. Þetta er meðal þess sem Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafði eftir Ingu Dagnýju í minningarorðum um Kolfinnu Eldey við útför hennar frá Grafarvogskirkju í gær. Arna Ýrr birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún segir frá orðum móðurinnar. Kolfinna Eldey fannst látin skammt frá Krýsuvíkurvegi að kvöldi 15. september síðastliðinn og er faðir hennar í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ráðið henni bana. Orð sem eiga erindi við alla Arna Ýrr segir í færslu sinni að dauði Kolfinnu Eldeyjar sé öllum harmdauði. „Við sem samfélag syrgjum og finnum til með öllum ástvinum hennar og við veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að búa öllum börnum á Íslandi öruggt skjól,“ segir Arna Ýrr. Hún segir að Ingu Dagnýju, móður Kolfinnu, hafi fundist hluti minningarorðanna eiga erindi við þjóðina og að vonast sé til að þessi hörmulegi atburður verði til þess að vekja okkur öll sem samfélag til meðvitundar um að þurfi til að efla geðheilbrigðisþjónustu margfalt. Arna Ýrr Sigurðardóttir tók til starfa í Grafarvogskirkju í sumar.Þjóðkirkjan Dauði Kolfinnu verði ekki til einskis Arna Ýrr segir að nú bíði fjölskyldu Kolfinnu það verkefni að fóta sig í nýjum veruleika. Verkefni íslensks samfélags sé að læra af reynslunni og gera betur. Þar beri stjórnvöld mikla ábyrgð og skorar hún á að láta dauða Kolfinnu „ekki verða til einskis“. Presturinn vísar svo beint í minningarorðin um Kolfinnu. „Dauði Kolfinnu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kringumstæðurnar eru okkur algjörlega óskiljanlegar og munu líklega alltaf vera það, því það er sennilega mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér. Ég spurði Ingu Dagnýju, mömmu Kolfinnu, hvað hún myndi vilja að ég segði um þennan atburð. Hún sagði: Þetta var hörmulegur og ófyrirsjáanlegur atburður sem ekki er hægt að kenna neinu um nema handónýtu kerfi. Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra,“ segir Arna Ýrr. Kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst Presturinn sagði það því miður allt of oft raunin, að fólk sem þarfnist aðstoðar komi að lokuðum dyrum. Við horfum upp á það æ oftar að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi, sérstaklega ekki fólk sem leiti aðstoðar hjá geðheilbrigðiskerfinu. „Við þurfum að fara að horfast í augu við það að geðsjúkdómar draga fólk til dauða alveg eins og krabbamein og hjartasjúkdómar, og við þurfum að aflétta skömminni sem liggur eins og mara yfir fólki með þessa sjúkdóma, og ekki síður eins og mara yfir aðstandendum. Og ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láta lífið, eins og hefur nú gerst þrisvar á þessu eina ári, þá þurfum við sem samfélag að spýta í lófana, þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu, sem og þjónustu við börn sem glíma við erfiðan vanda í skólakerfinu. Við hljótum öll að vera sammála um að þarna þarf að forgangsraða upp á nýtt, því að hvert mannslíf sem glatast vegna skorts á fjármagni og mannúð í geðheilbrigðiskerfinu er einu mannslífi of mikið. Kolfinna Eldey varð aðeins 10 ára gömul. Það er ekki löng ævi, en ef við mælum okkur við eilífðina, þá verður sá tími sem við fáum hér í heimi afstæður. Og það er hægt að lifa í stuttan tíma og hafa þannig áhrif á heiminn í kringum sig að hann verði betri en áður. Og það gerði Kolfinna. Hún kenndi öllum um hvað ást og kærleikur snýst. Hún var sólargeisli fjölskyldunnar, engillinn sem þau fengu að hafa í 10 ár,“ segir Arna Ýrr í færslu sinni á Facebook í gærkvöldi.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. 7. október 2024 11:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. 7. október 2024 11:40