Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 12:18 Marta segir manneklu á leikskólunum alvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira