Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir skrifa 8. október 2024 14:30 Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar