Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 20:24 Magnús Þór Jónsson. vísir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum. Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum.
Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira