Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 09:03 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í íbúð í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að stinga mann ítrekað á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði árið 2021 viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði stungið hann tvívegis. Þrátt fyrir það sagði hún að maðurinn hefði beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. „Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira