Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 21:31 George Baldock í leik með Sheffield United á síðustu leiktíð. Vísir/Getty George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Baldock á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Samkvæmt fréttum grískra fjölmiðla fannst Baldock látinn í sundlaug við heimili sitt í dag en hann var aðeins 31 árs gamall. Í frétt Daily Mail kemur fram að Baldock hafi fundist af eiganda hússins eftir að eiginkona Baldock hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við hann fyrr um daginn. Terrible, tragic news as George Baldock has sadly passed away aged 31.Baldock was playing for Panathinaikos in Greece after several years in England.Rest in peace, George 💔🕊️ pic.twitter.com/AcleGwFpAF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 9, 2024 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Sheffield United minnist Baldock á X-síðu sinni og þar segir að Baldock hafi verið einstaklega vinsæll á meðal stuðningsmanna, starfsfólks og leikmanna félagsins. Sheffield United Football Club is shocked and extremely saddened to learn of the passing of former player, George Baldock. The defender left the club in the summer after seven years at Bramall Lane and was extremely popular with supporters, staff and team-mates who pulled on a… pic.twitter.com/OlDsn0lFpB— Sheffield United (@SheffieldUnited) October 9, 2024 ÍBV Gríski boltinn Andlát Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Baldock á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Samkvæmt fréttum grískra fjölmiðla fannst Baldock látinn í sundlaug við heimili sitt í dag en hann var aðeins 31 árs gamall. Í frétt Daily Mail kemur fram að Baldock hafi fundist af eiganda hússins eftir að eiginkona Baldock hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við hann fyrr um daginn. Terrible, tragic news as George Baldock has sadly passed away aged 31.Baldock was playing for Panathinaikos in Greece after several years in England.Rest in peace, George 💔🕊️ pic.twitter.com/AcleGwFpAF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 9, 2024 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Sheffield United minnist Baldock á X-síðu sinni og þar segir að Baldock hafi verið einstaklega vinsæll á meðal stuðningsmanna, starfsfólks og leikmanna félagsins. Sheffield United Football Club is shocked and extremely saddened to learn of the passing of former player, George Baldock. The defender left the club in the summer after seven years at Bramall Lane and was extremely popular with supporters, staff and team-mates who pulled on a… pic.twitter.com/OlDsn0lFpB— Sheffield United (@SheffieldUnited) October 9, 2024
ÍBV Gríski boltinn Andlát Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira