Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:45 Álvaro Morata gekk í gegnum erfiða tíma fyrir Evrópumótið í Þýskalandi þar sem Spánn stóð uppi sem sigurvegari. getty/Alex Pantling Álvaro Morata, fyrirliði spænsku Evrópumeistaranna og leikmaður AC Milan, hefur glímt við þunglyndi og kvíða undanfarin ár. Um tíma var hann svo illa haldinn að hann hélt að hann gæti ekki spilað fótbolta aftur. Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk. Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk.
Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira