Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2024 10:02 Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins stýrði pallborðsumræðum á viðskiptaþingi í Kaupmannahöfn í vikunni. aðsend Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi. „Gervigreindin er auðvitað bara að tröllríða öllu um þessar mundir og það er búið að tala um gervigreind lengi en hún er einhvern veginn loksins að springa út. Við finnum það bara öll í okkar daglega lífi. Það er auðvitað gríðarleg og vaxandi orkuþörf vegna gervigreindarvinnslu og þar liggur mjög stórt tækifæri fyrir Ísland, og Danmörku, og tækifæri á samstarfi,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Sigríður stýrði pallborðsumræðum um gervigreind á dansk-íslensku viðskiptaþingi í Kaupmannahöfn í vikunni sem haldið var í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Í pallborði voru Anders Johanson hjá Grundfos, Björn Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center, Peter Weinreich-Jensen, framkvæmdastjóri Siemens Energy og Ríkharður Ríkharðsson hjá Landsvirkjun.aðsend „Við sjáum það til dæmis að stóru tæknirisarnir þeir eru að setja af stað aftur kjarnorkuver, ekki sjálfir en eru að fara að kaupa kjarnorku og fleira, til að tryggja að þeir geti verið með græna orku í gervigreindarvinnslu,“ segir Sigríður, sem bendir á að þar felist tækifæri fyrir Ísland til að taka þátt í þróuninni í ljósi möguleika til grænnar orkunýtingar í þennan orkufreka iðnað. Nýverið var greint frá því að bandaríska félagið Modularity, sem sérhæfir sig meðal annars í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, og íslenska gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center ætli í samstarf um uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi. Verkefnið myndi fela í sér lagningu á nýjum sæstrengjum sem eiga að efla til muna alþjóðlegar gagnatengingar á milli Íslands, Norður- Ameríku og Evrópu. „En það er aðallega út frá orkumálunum sem þetta er bæði spennandi en þar er líka hindrunin af því það þarf gríðarlega orku í þessi verkefni,“ segir Sigríður. Fjölmörg verkefni séu framundan sem verði spennandi að sjá hvað verður úr. Pólitíkin þurfi að ákveða hvort Ísland ætli að vera með „Í fyrsta lagi er gagnaversiðnaðurinn núverandi á Íslandi, þau fyrirtæki sem eru nú þegar að reka gagnaver, að breytast mjög hratt um þessar mundir vegna aukinnar eftirspurnar vegna gervigreindar og þannig vinnslu. Þannig gagnaversiðnaðurinn á Íslandi er að gjörbreytast, mjög hratt. Þannig það verkefnið sem er framundan er í rauninni bara, ætlum við að sækja þessi tækifæri og verða ein af miðstöðvum gervigreindarvinnslu í heiminum eða ekki? Það er kannski stóra pólitíska spurningin líka, hvert viljum við stefna í þessum efnum og viljum við vera miðpunktur í þessari þróun eða vera eftirbátar í henni. Þar komum við inn á einmitt grænu orkuna og fleiri tækifæri fyrir Ísland á þessu sviði,“ segir Sigríður. Það er einnig talað um þær ógnir sem fylgja gervigreindinni, er ekki varasamt að fara of hratt af stað í þessa vegferð? „Ég held að við séum ekki að fara að leysa það. Ef að Bandaríkin eða Evrópusambandið eða aðrir hafa áhyggjur af einhverjum ógnum þá verður einhver lagasetning væntanlega. En það getur vel verið að Kínverjarnir setji ekki hindranir. Þetta er auðvitað bara án landamæra þessi tækniþróun og auðvitað þurfum við að hafa það í huga, huga að siðferði og öðrum slíkum þáttum. En ég held að við Íslendingar séum ekki að fara að stoppa þessa þróun, þetta er spurning um hvernig við ætlum að taka þátt í henni,“ svarar Sigríður. Gervigreind Tækni Orkumál Sæstrengir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Gervigreindin er auðvitað bara að tröllríða öllu um þessar mundir og það er búið að tala um gervigreind lengi en hún er einhvern veginn loksins að springa út. Við finnum það bara öll í okkar daglega lífi. Það er auðvitað gríðarleg og vaxandi orkuþörf vegna gervigreindarvinnslu og þar liggur mjög stórt tækifæri fyrir Ísland, og Danmörku, og tækifæri á samstarfi,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Sigríður stýrði pallborðsumræðum um gervigreind á dansk-íslensku viðskiptaþingi í Kaupmannahöfn í vikunni sem haldið var í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Í pallborði voru Anders Johanson hjá Grundfos, Björn Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center, Peter Weinreich-Jensen, framkvæmdastjóri Siemens Energy og Ríkharður Ríkharðsson hjá Landsvirkjun.aðsend „Við sjáum það til dæmis að stóru tæknirisarnir þeir eru að setja af stað aftur kjarnorkuver, ekki sjálfir en eru að fara að kaupa kjarnorku og fleira, til að tryggja að þeir geti verið með græna orku í gervigreindarvinnslu,“ segir Sigríður, sem bendir á að þar felist tækifæri fyrir Ísland til að taka þátt í þróuninni í ljósi möguleika til grænnar orkunýtingar í þennan orkufreka iðnað. Nýverið var greint frá því að bandaríska félagið Modularity, sem sérhæfir sig meðal annars í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, og íslenska gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center ætli í samstarf um uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi. Verkefnið myndi fela í sér lagningu á nýjum sæstrengjum sem eiga að efla til muna alþjóðlegar gagnatengingar á milli Íslands, Norður- Ameríku og Evrópu. „En það er aðallega út frá orkumálunum sem þetta er bæði spennandi en þar er líka hindrunin af því það þarf gríðarlega orku í þessi verkefni,“ segir Sigríður. Fjölmörg verkefni séu framundan sem verði spennandi að sjá hvað verður úr. Pólitíkin þurfi að ákveða hvort Ísland ætli að vera með „Í fyrsta lagi er gagnaversiðnaðurinn núverandi á Íslandi, þau fyrirtæki sem eru nú þegar að reka gagnaver, að breytast mjög hratt um þessar mundir vegna aukinnar eftirspurnar vegna gervigreindar og þannig vinnslu. Þannig gagnaversiðnaðurinn á Íslandi er að gjörbreytast, mjög hratt. Þannig það verkefnið sem er framundan er í rauninni bara, ætlum við að sækja þessi tækifæri og verða ein af miðstöðvum gervigreindarvinnslu í heiminum eða ekki? Það er kannski stóra pólitíska spurningin líka, hvert viljum við stefna í þessum efnum og viljum við vera miðpunktur í þessari þróun eða vera eftirbátar í henni. Þar komum við inn á einmitt grænu orkuna og fleiri tækifæri fyrir Ísland á þessu sviði,“ segir Sigríður. Það er einnig talað um þær ógnir sem fylgja gervigreindinni, er ekki varasamt að fara of hratt af stað í þessa vegferð? „Ég held að við séum ekki að fara að leysa það. Ef að Bandaríkin eða Evrópusambandið eða aðrir hafa áhyggjur af einhverjum ógnum þá verður einhver lagasetning væntanlega. En það getur vel verið að Kínverjarnir setji ekki hindranir. Þetta er auðvitað bara án landamæra þessi tækniþróun og auðvitað þurfum við að hafa það í huga, huga að siðferði og öðrum slíkum þáttum. En ég held að við Íslendingar séum ekki að fara að stoppa þessa þróun, þetta er spurning um hvernig við ætlum að taka þátt í henni,“ svarar Sigríður.
Gervigreind Tækni Orkumál Sæstrengir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira