Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2024 11:25 Gisele hefur barist hart fyrir því að allar staðreyndir málsins verði dregnar upp á yfirborðið og ekkert dregið undan. Getty/Arnold Jerocki Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira