Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar. Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira