Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar. Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira