Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2024 07:02 Emil Nielsen er eftirsóttur enda frábær markvörður. Hann er sagður vera á förum frá Barcelona. Getty/Buda Mendes Danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen er á leiðinni frá Barcelona til ungverska félagsins Veszprém en Spánverjar eru allt annað en sáttir með vinnubrögð Ungverjanna þegar kemur að miklum áhuga þeirra á leikmönnum Börsunga. Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip. Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip.
Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira