Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2024 07:02 Emil Nielsen er eftirsóttur enda frábær markvörður. Hann er sagður vera á förum frá Barcelona. Getty/Buda Mendes Danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen er á leiðinni frá Barcelona til ungverska félagsins Veszprém en Spánverjar eru allt annað en sáttir með vinnubrögð Ungverjanna þegar kemur að miklum áhuga þeirra á leikmönnum Börsunga. Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip. Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip.
Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti