Nýja skipið mun betra Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 09:43 Nýja björgunarskipið Björg á siglingu. Landsbjörg Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira