Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 09:30 Ten Hag á hliðarlínunni á Villa Park. Vísir/Getty Hlerunarbúnaði var komið fyrir í klefa Manchester United fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ræður knattspyrnustjórans Erik Ten Hag heyrast vel á upptökum sem The Sun er með í sínum fórum. Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki. Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki.
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira