Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 09:30 Ten Hag á hliðarlínunni á Villa Park. Vísir/Getty Hlerunarbúnaði var komið fyrir í klefa Manchester United fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ræður knattspyrnustjórans Erik Ten Hag heyrast vel á upptökum sem The Sun er með í sínum fórum. Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki. Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjá meira
Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki.
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjá meira