Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 14:05 Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“ Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar var einn af fyrirlesurum dagsins á Degi landbúnaðarins á Hótel Selfossi 11. október. Hann fór þar yfir starfsemi stofnunarinnar og vek þar sérstaklega athygli á lánveitingum til bænda. „Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins og bændur gegna þar vitanlega lykilhlutverki. Í dreifbýlinu á landsbyggðinni eru mikilvægustu atvinnuvegir landsins, þar að segja matvælaframleiðslan, orkuöflun stóriðja og vitanlega eru ferðamennirnir hér á Íslandi til þess að ferðast um landið og skoða náttúruna en ekki að skoða Reykjavík,“ sagði forstjórinn meðal annars. Og í máli Arnars kom fram að sérstakur lánaflokkur vegna nýliðunar í landbúnaði hefur verið stofnaður og gefið góða raun í kjölfar samstarfs við evrópska fjárfestingarsjóðinn en byrjað var að veita lánin árið 2020. „Þau eru sérstök fyrir þær sakir að mögulegt er að fá allt að 90% lán vegna kaupa á bújörðum fyrir unga bændur. Það hefur gert það að verkum að til dæmis við kaup á 100 milljóna króna bújörð þá þurfa undir bændur einungis að eiga 10 milljónir í eigið fé til samanburðar við 20 til 25 milljónir eins og áður var,“ segir Arnar og bættir við. „Frá því að við fórum að veita þessi lán þá höfum við þegar samþykkt lánveitingu, sem hefur stuðlað að kynslóðaskiptum á 42 bújörðum á Íslandi.“ Ein af glærunum frá Arnari Má á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Arnari að Byggðastofnun hefur ekki hækkað álag á sín lán þrátt fyrir hátt vaxtaumhverfi og þess í stað lækkað álag á vissa lánaflokka og lækkað lántökugjöld, sem tilraun í að aðstoða lántakendur í þessu umhverfi. Og þetta hafði Arnar að segja í lokin varðandi lán bænda. „Þá eru vanskil hjá bændum einkar lág en vanskilahlutfall landbúnaðarlána hjá Byggðastofnun er eitt prósent, sem er töluvert lægra en vanskilahlutfall lánasafnsins í heild, sem segir okkur það að bændur séu skilvísir greiðendur.“
Árborg Byggðamál Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira