„Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 21:33 Alexandra Hafsteinsdóttir hefur getið sér gott orð sem íshokkíþjálfari en hún vill ekki starfa fyrir Íshokkísamband Íslands nema sambandið geri betur í baráttu við kynþáttafordóma. Stöð 2 Sport Alexandra Hafsteinsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Íshokkísambandi Íslands og segist ekki geta tilheyrt sambandi sem ekki taki harðar á kynþáttaníði líkt og því sem átt hafi sér stað á Akureyri í síðasta mánuði. Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan. Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan.
Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti