„Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 21:33 Alexandra Hafsteinsdóttir hefur getið sér gott orð sem íshokkíþjálfari en hún vill ekki starfa fyrir Íshokkísamband Íslands nema sambandið geri betur í baráttu við kynþáttafordóma. Stöð 2 Sport Alexandra Hafsteinsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Íshokkísambandi Íslands og segist ekki geta tilheyrt sambandi sem ekki taki harðar á kynþáttaníði líkt og því sem átt hafi sér stað á Akureyri í síðasta mánuði. Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan. Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira
Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan.
Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira