Harvard vann þarna 5-0 stórsigur á Cornell eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik.
Áslaug Munda skoraði fyrsta mark Harvard í leiknum og Írena Héðinsdóttir Gonzalez innsiglaði sigurinn með fimmta markinu.
Markið sitt skoraði Áslaug Munda með skoti beint úr aukaspyrnu en hún átti líka stoðsendingu í þremur öðrum mörkum liðsins þar á meðal fimmta markinu sem landa hennar Írena skoraði.
Áslaug Munda átti alls fimm skot í leiknum þar af fóru fjögur þeirra á markið.
Áslaug Munda hefur alls skoraði fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í fyrstu sex leikjum hennar með Harvard á tímabilinu. Þetta var fyrsta mark Írenu en hún er einnig með tvær stoðsendingar.
Það er mikið gleðiefni að sjá Áslaugu Mundu komast aftur á strik en hún hefur verið afar óheppin með meiðsli síðustu ár.
Það má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.
HIGH-FIVE!! 🖐️
— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) October 13, 2024
We scored five goals on our way to a HUGE bounce back win today!
Recap the action ⤵️#GoCrimson x #OneCrimson pic.twitter.com/KLr1JcSRWn