Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 14. október 2024 09:15 Töluvert ber um þessar mundir á því að stjórnvöld, fyrirtæki og hagsmunasamtök kenni öðrum um eigin hrakfarir. Hafnarfjarðarklúðrið Á föstudaginn birtist frétt þess efnis að Hafnarfjarðarbær hefði að sögn bæjarstjóra tapað milljörðum á því að fara ekki að lögum. Málið sneri að lagningu nýrrar háspennulínu um vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa ofan Helgafells. Ekki þarf að fjölyrða um þau gríðarlegu verðmæti og ríku almannahagsmuni sem felast í hinum óspjölluðu vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins og afleiðingarnar hörmulegar ef mengunarslys yrði við línulagnir. Hafnarfjarðarbær ákvað að hunsa augljósa almannahagsmuni og skoðaði því ekki þann kost að leggja jarðstreng fjær vatnsbólunum, þótt lög kveði á um að rannsaka skuli aðra valkosti áður en kemur að veitingu leyfa. Tvenn náttúruverndarsamtök báru leyfisveitinguna undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem í kjölfarið felldi leyfið úr gildi. Í stað þess að bærinn viðurkenni sitt eigið klúður klínir bæjarstjórinn í áróðursskyni hinu meinta „tapi“ á samtökin, sem sinntu hagsmunagæslu fyrir almenning og náttúru: „Þarna voru náttúruverndarsamtök sem fóru af stað í lok ferlisins - þegar allt var búið að eiga sér stað, umsagnir um framkvæmdaleyfi og Guð má vita hvað, sem tók misserin öll. Í lokin þegar allt er klappað og klárt þá gerist þetta.“ Lesendur skulu athuga að fjölmörg samtök og einstaklingar höfðu mánuðum saman reynt að koma viti fyrir stjórnendur bæjarfélagsins en bæjarstjórn og Landsnet virtu það að vettugi. Var það náttúruverndarsamtökunum að kenna að bærinn fór ekki að lögum og leyfið var fellt úr gildi? Landsvirkjun kennir öðrum um Fyrir nokkrum vikum fullyrti forstjóri Landsvirkjunar að ógilding virkjunarleyfis Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun sumarið 2023 hefði kostað fyrirtækið og samfélagið marga milljarða króna. Náttúruverndarsamtök og einstaklingar við Þjórsá kærðu virkjunarleyfið til úrskurðarnefndar sem felldi það úr gildi. Var það almenningi og náttúruverndarsamtökum að kenna að Orkustofnun fór ekki að lögum við veitingu virkjunarleyfisins? Um þessar mundir stendur yfir dómsmál um Hvammsvirkjun þar sem landeigendur við Þjórsá hafa leitað réttar síns vegna leyfisveitinga stjórnsýslustofnana til Landsvirkjunar. Ef leyfin verða felld úr gildi af dómstólum verður það þá stefnendum að kenna að ekki var farið að lögum? Hvernig komast Hafnarfjarðarbær og Landsvirkjun upp með að staðhæfa svona út í loftið um meintan kostnað vegna ógildingar leyfa og vega þannig að kærurétti almennings og almannasamtaka, án nokkurra athugasemda frá lögfræðingum og stjórnsýslufræðingum landsins? Ársfundur Samtaka atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins héldu í lok september ársfund sinn sem snerist um „græna orkuöflun“. Á fundinum mættu í pallborð Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Stjórnandi pallborðsins spurði (sjá mínútu 1:33 – 1:37 á upptöku af ársfundinum): „Guðlaugur, er eitthvað sem hægt er að gera í regluverkinu til að flýta fyrir þessu öllu saman [þ.e. virkjanaframkvæmdum]? Þurfum við að draga tennurnar úr þessum úrskurðarnefndum, eða hver er leiðin að því?“ Íhugum eitt augnablik alvarleika þeirrar hugdettu að e.t.v. þurfi að „draga tennurnar“ úr lögbundnum úrskurðarnefndum um stjórnsýslumál. Í stað þess þó að hafna snarlega þeirri hugmynd tók Guðlaugur Þór undir og sagði meðal annars: „Þegar menn voru að semja þessar reglur þá voru menn ekki með það hugmyndaflug að menn myndu beita kæruheimildinni eins og menn eru að gera núna. Við þurfum að fækka kæruleiðunum.“ Hvernig í ósköpunum dettur ráðherranum í hug að lög séu sett með það beinlínis í huga að ekki sé farið eftir þeim? Kristín Linda hjá Landsvirkjun hafði í kjölfarið þetta að segja um lögbundinn rétt almennings og almannasamtaka til að bera leyfisveitingar undir úrskurðarnefnd: „Þarna held ég að við verðum líka að hugsa um það hversu stór hagsmunasamtök þetta eru sem eru raunverulega að standa á bak við þessar kærur.“ Sem fyrrum forstjóri Umhverfisstofnunar ætti Kristín Linda að þekkja vel til Árósasamningsins sem kveður skýrt á um kærurétt almennings og almannasamtaka í málum sem snúa að náttúru og umhverfi. Í stað þess að grafa undan þeim rétti ætti hún sem næstráðandi Landsvirkjunar að hlúa að þátttöku almennings í ákvörðunum sem snúa að náttúru Íslands. Nema Landsvirkjun telji að almenningur eigi ekki að hafa nokkuð um framkvæmdir fyrirtækisins að segja? Það verður vart annað sagt en að Guðlaugur Þór og Kristín Linda hafi orðið sér til háborinnar skammar í pallborðinu með hugmyndum sínum um að takmarka lýðræðislega þátttöku almennings og möguleika fólks í landinu til að hafa áhrif á ákvarðanir um umhverfi sitt og náttúru. Vonandi deila aðrir stjórnmálamenn, fyrirtæki og hagsmunasamtök ekki þeirri vondu sýn sem þarna birtist. Grundvallarreglur stjórnsýslunnar og réttarríkisins Svo virðist sem fyrrnefnd stjórnvöld og fyrirtæki skilji ekki eina helstu grundvallarreglu réttarkerfisins, jafnvel þótt ofureinföld sé: Ekki er hægt að kæra stjórnsýsluákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin. Í öllum þeim stóru málum sem kærð hafa verið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála síðustu ár hafa ótal athugasemdir borist á fyrri stigum en ekkert mark verið á þeim tekið. Í lokin er þá gjarnan tekin ákvörðun sem að mati almennings og náttúruverndarsamtaka er byggð á röngum forsendum og því ólögleg. Ákvörðunin er þá í framhaldinu borin undir úrskurðarnefnd eða dómstóla sem fella hana eftir atvikum úr gildi eða staðfesta. Engin leið er framhjá þessu ferli, nema stjórnvöld vilji hreinlega afnema rétt almennings til þess að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta náttúru og umhverfi. Því er óhjákvæmilegt að spyrja: Telja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun, Hafnarfjarðarbær og Samtök atvinnulífsins að almenningur eigi ekki að fá að leita réttar síns í samræmi við lög og reglur? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Töluvert ber um þessar mundir á því að stjórnvöld, fyrirtæki og hagsmunasamtök kenni öðrum um eigin hrakfarir. Hafnarfjarðarklúðrið Á föstudaginn birtist frétt þess efnis að Hafnarfjarðarbær hefði að sögn bæjarstjóra tapað milljörðum á því að fara ekki að lögum. Málið sneri að lagningu nýrrar háspennulínu um vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa ofan Helgafells. Ekki þarf að fjölyrða um þau gríðarlegu verðmæti og ríku almannahagsmuni sem felast í hinum óspjölluðu vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins og afleiðingarnar hörmulegar ef mengunarslys yrði við línulagnir. Hafnarfjarðarbær ákvað að hunsa augljósa almannahagsmuni og skoðaði því ekki þann kost að leggja jarðstreng fjær vatnsbólunum, þótt lög kveði á um að rannsaka skuli aðra valkosti áður en kemur að veitingu leyfa. Tvenn náttúruverndarsamtök báru leyfisveitinguna undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem í kjölfarið felldi leyfið úr gildi. Í stað þess að bærinn viðurkenni sitt eigið klúður klínir bæjarstjórinn í áróðursskyni hinu meinta „tapi“ á samtökin, sem sinntu hagsmunagæslu fyrir almenning og náttúru: „Þarna voru náttúruverndarsamtök sem fóru af stað í lok ferlisins - þegar allt var búið að eiga sér stað, umsagnir um framkvæmdaleyfi og Guð má vita hvað, sem tók misserin öll. Í lokin þegar allt er klappað og klárt þá gerist þetta.“ Lesendur skulu athuga að fjölmörg samtök og einstaklingar höfðu mánuðum saman reynt að koma viti fyrir stjórnendur bæjarfélagsins en bæjarstjórn og Landsnet virtu það að vettugi. Var það náttúruverndarsamtökunum að kenna að bærinn fór ekki að lögum og leyfið var fellt úr gildi? Landsvirkjun kennir öðrum um Fyrir nokkrum vikum fullyrti forstjóri Landsvirkjunar að ógilding virkjunarleyfis Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun sumarið 2023 hefði kostað fyrirtækið og samfélagið marga milljarða króna. Náttúruverndarsamtök og einstaklingar við Þjórsá kærðu virkjunarleyfið til úrskurðarnefndar sem felldi það úr gildi. Var það almenningi og náttúruverndarsamtökum að kenna að Orkustofnun fór ekki að lögum við veitingu virkjunarleyfisins? Um þessar mundir stendur yfir dómsmál um Hvammsvirkjun þar sem landeigendur við Þjórsá hafa leitað réttar síns vegna leyfisveitinga stjórnsýslustofnana til Landsvirkjunar. Ef leyfin verða felld úr gildi af dómstólum verður það þá stefnendum að kenna að ekki var farið að lögum? Hvernig komast Hafnarfjarðarbær og Landsvirkjun upp með að staðhæfa svona út í loftið um meintan kostnað vegna ógildingar leyfa og vega þannig að kærurétti almennings og almannasamtaka, án nokkurra athugasemda frá lögfræðingum og stjórnsýslufræðingum landsins? Ársfundur Samtaka atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins héldu í lok september ársfund sinn sem snerist um „græna orkuöflun“. Á fundinum mættu í pallborð Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Stjórnandi pallborðsins spurði (sjá mínútu 1:33 – 1:37 á upptöku af ársfundinum): „Guðlaugur, er eitthvað sem hægt er að gera í regluverkinu til að flýta fyrir þessu öllu saman [þ.e. virkjanaframkvæmdum]? Þurfum við að draga tennurnar úr þessum úrskurðarnefndum, eða hver er leiðin að því?“ Íhugum eitt augnablik alvarleika þeirrar hugdettu að e.t.v. þurfi að „draga tennurnar“ úr lögbundnum úrskurðarnefndum um stjórnsýslumál. Í stað þess þó að hafna snarlega þeirri hugmynd tók Guðlaugur Þór undir og sagði meðal annars: „Þegar menn voru að semja þessar reglur þá voru menn ekki með það hugmyndaflug að menn myndu beita kæruheimildinni eins og menn eru að gera núna. Við þurfum að fækka kæruleiðunum.“ Hvernig í ósköpunum dettur ráðherranum í hug að lög séu sett með það beinlínis í huga að ekki sé farið eftir þeim? Kristín Linda hjá Landsvirkjun hafði í kjölfarið þetta að segja um lögbundinn rétt almennings og almannasamtaka til að bera leyfisveitingar undir úrskurðarnefnd: „Þarna held ég að við verðum líka að hugsa um það hversu stór hagsmunasamtök þetta eru sem eru raunverulega að standa á bak við þessar kærur.“ Sem fyrrum forstjóri Umhverfisstofnunar ætti Kristín Linda að þekkja vel til Árósasamningsins sem kveður skýrt á um kærurétt almennings og almannasamtaka í málum sem snúa að náttúru og umhverfi. Í stað þess að grafa undan þeim rétti ætti hún sem næstráðandi Landsvirkjunar að hlúa að þátttöku almennings í ákvörðunum sem snúa að náttúru Íslands. Nema Landsvirkjun telji að almenningur eigi ekki að hafa nokkuð um framkvæmdir fyrirtækisins að segja? Það verður vart annað sagt en að Guðlaugur Þór og Kristín Linda hafi orðið sér til háborinnar skammar í pallborðinu með hugmyndum sínum um að takmarka lýðræðislega þátttöku almennings og möguleika fólks í landinu til að hafa áhrif á ákvarðanir um umhverfi sitt og náttúru. Vonandi deila aðrir stjórnmálamenn, fyrirtæki og hagsmunasamtök ekki þeirri vondu sýn sem þarna birtist. Grundvallarreglur stjórnsýslunnar og réttarríkisins Svo virðist sem fyrrnefnd stjórnvöld og fyrirtæki skilji ekki eina helstu grundvallarreglu réttarkerfisins, jafnvel þótt ofureinföld sé: Ekki er hægt að kæra stjórnsýsluákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin. Í öllum þeim stóru málum sem kærð hafa verið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála síðustu ár hafa ótal athugasemdir borist á fyrri stigum en ekkert mark verið á þeim tekið. Í lokin er þá gjarnan tekin ákvörðun sem að mati almennings og náttúruverndarsamtaka er byggð á röngum forsendum og því ólögleg. Ákvörðunin er þá í framhaldinu borin undir úrskurðarnefnd eða dómstóla sem fella hana eftir atvikum úr gildi eða staðfesta. Engin leið er framhjá þessu ferli, nema stjórnvöld vilji hreinlega afnema rétt almennings til þess að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta náttúru og umhverfi. Því er óhjákvæmilegt að spyrja: Telja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun, Hafnarfjarðarbær og Samtök atvinnulífsins að almenningur eigi ekki að fá að leita réttar síns í samræmi við lög og reglur? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun