Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2024 11:56 Sigurður Ingi Jóhansson formaður Framsóknarflokksins og Guðrún Johnsen deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Vísir Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira