Rúmar þrjár milljónir króna á hvert gæludýr úkraínskra flóttamanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:41 Stúlka sem flúði Maríupol í Úkraínu við upphaf innrásar Rússa knúsar köttinn sinn. Íslensk stjórnvöld leyfðu úkraínskum flóttamönnum að flytja inn gæludýr sín að vissum skilyrðum uppfylltum. Myndin var tekin í Saporidsjía í Úkraínu og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ráðstafanir til þess að úkraínskir flóttamenn gætu tekið gæludýr sín með sér til Íslands kostuðu hátt í 59 milljónir króna. Kostnaðurinn á hvert gæludýr nam rúmum þremur milljónum króna en koma þurfti á fót sérstakri einangrunarstöð fyrir dýrin. Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna. Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna.
Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira