Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. október 2024 14:31 Í lok árs 2017 og byrjun 2018 hófu fylgjendur QAnon að mæta á kosningafundi Donalds Trump sem gaf þeim undir fótinn án þess að styðja þá beint. Joe Raedle/Getty Images QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um forsöguna að QAnon, hvernig samsæriskenningin varð til og hvernig hún þróaðist frá undirheimum netmiðlanna yfir í virka pólitíska hreyfingu. „QAnon er í senn samsæriskenning og pólitísk hreyfing,“ útskýrir Eiríkur. „Hún er til í mörgum útgáfum en ein meginútgáfa hennar gengur út á að leynilegur hópur frægs fólks, stjórnmálamanna og viðskiptaleiðtoga stundi barnaníð og djöfladýrkun. Hópurinn stjórni í raun heiminum en Donald Trump berjist gegn honum og því sé afar mikilvægt að hann nái kjöri sem forseti.“ Uppruninn rekinn til níunda áratugarins En saga QAnon nær mun lengra aftur en margir átta sig á. Hulda rifjar upp hvernig rekja megi upprunann allt aftur til haturs í garð Clinton-hjónanna sem hófst strax á níunda áratugnum. Þá voru Bill og Hillary Clinton vænd um að hafa staðið að baki fjölmörgum morðum á pólitískum andstæðingum sem staðið hafi í vegi meintrar skefjalausrar valdagræðgi þeirra. Þrátt fyrir að engin gögn styðji þessar fullyrðingar lögðu þær grunninn að seinni tíma samsæriskenningum og óhróðri um Hillary Clinton þegar hún var í forsetaframboði. Þar má nefna „frazzledrip” hryllingssöguna, þar sem Hillary Clinton og aðstoðarkona hennar voru sagðar misnota og myrða unga stúlku. Nær í tíma má rekja rætur QAnon-samsæriskenningarinnar til „pizzagate“-málsins sem kom upp í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þá var brotist inn á tölvupóstþjón Hillary Clinton og orðrómur fór af stað um að póstarnir innihéldu dulmál um barnaníðingshring sem gerður væri út frá pizzastað í Washington. Gaf fylgjendunum undir fótinn Það er fyrst árið 2017 sem QAnon-samsæriskenningin lítur dagsins ljós undir því heiti. Það gerist á netspjallinu 4chan, þegar nafnlaus notandi sendir dulkóðuð skilaboð undir dulnefninu „Q“. Hann lýsir yfir að „stormurinn sé að koma“ þegar hin spillta, djöfladýrkandi og barnamisnotandi elíta muni hljóta makleg málagjöld og sannleikurinn komi í ljós. QAnon varð á skömmum tíma gríðarlega vinsæl á netinu og í raunheimum. Í lok árs 2017 og byrjun 2018 byrja fylgjendur að mæta á kosningafundi Donalds Trump með QAnon táknmál og fánamerki. „Kenningin fékk hljómgrunn, sérstaklega meðal þeirra sem höfðu tapað trú á hefðbundnum stjórnmálum,“ segir Hulda. Trump sjálfur gaf fylgjendum undir fótinn án þess að styðja þá beint með því að segja á kosningafundi: „Ég veit ekki mikið um QAnon, nema það að þeir eru mjög á móti barnaníði, og því er ég sammála.“ QAnon varð síðan eitt mest sláandi dæmið um það hvernig samsæriskenning getur haft alvarlegar afleiðingar þegar fylgjendur hennar brutust inn í þinghúsið þann 6. janúar með afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Hvað knúði þessa hreyfingu áfram? Og hvaða áhrif hefur hún haft á bandaríska stjórnmálamenningu? Í næsta þætti Skuggavaldsins munum við kafa enn dýpra í þessa hættulegu þróun og greina árásina á þinghúsið sjálft – atburð sem á enn eftir að setja mark sitt á heiminn. Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um forsöguna að QAnon, hvernig samsæriskenningin varð til og hvernig hún þróaðist frá undirheimum netmiðlanna yfir í virka pólitíska hreyfingu. „QAnon er í senn samsæriskenning og pólitísk hreyfing,“ útskýrir Eiríkur. „Hún er til í mörgum útgáfum en ein meginútgáfa hennar gengur út á að leynilegur hópur frægs fólks, stjórnmálamanna og viðskiptaleiðtoga stundi barnaníð og djöfladýrkun. Hópurinn stjórni í raun heiminum en Donald Trump berjist gegn honum og því sé afar mikilvægt að hann nái kjöri sem forseti.“ Uppruninn rekinn til níunda áratugarins En saga QAnon nær mun lengra aftur en margir átta sig á. Hulda rifjar upp hvernig rekja megi upprunann allt aftur til haturs í garð Clinton-hjónanna sem hófst strax á níunda áratugnum. Þá voru Bill og Hillary Clinton vænd um að hafa staðið að baki fjölmörgum morðum á pólitískum andstæðingum sem staðið hafi í vegi meintrar skefjalausrar valdagræðgi þeirra. Þrátt fyrir að engin gögn styðji þessar fullyrðingar lögðu þær grunninn að seinni tíma samsæriskenningum og óhróðri um Hillary Clinton þegar hún var í forsetaframboði. Þar má nefna „frazzledrip” hryllingssöguna, þar sem Hillary Clinton og aðstoðarkona hennar voru sagðar misnota og myrða unga stúlku. Nær í tíma má rekja rætur QAnon-samsæriskenningarinnar til „pizzagate“-málsins sem kom upp í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þá var brotist inn á tölvupóstþjón Hillary Clinton og orðrómur fór af stað um að póstarnir innihéldu dulmál um barnaníðingshring sem gerður væri út frá pizzastað í Washington. Gaf fylgjendunum undir fótinn Það er fyrst árið 2017 sem QAnon-samsæriskenningin lítur dagsins ljós undir því heiti. Það gerist á netspjallinu 4chan, þegar nafnlaus notandi sendir dulkóðuð skilaboð undir dulnefninu „Q“. Hann lýsir yfir að „stormurinn sé að koma“ þegar hin spillta, djöfladýrkandi og barnamisnotandi elíta muni hljóta makleg málagjöld og sannleikurinn komi í ljós. QAnon varð á skömmum tíma gríðarlega vinsæl á netinu og í raunheimum. Í lok árs 2017 og byrjun 2018 byrja fylgjendur að mæta á kosningafundi Donalds Trump með QAnon táknmál og fánamerki. „Kenningin fékk hljómgrunn, sérstaklega meðal þeirra sem höfðu tapað trú á hefðbundnum stjórnmálum,“ segir Hulda. Trump sjálfur gaf fylgjendum undir fótinn án þess að styðja þá beint með því að segja á kosningafundi: „Ég veit ekki mikið um QAnon, nema það að þeir eru mjög á móti barnaníði, og því er ég sammála.“ QAnon varð síðan eitt mest sláandi dæmið um það hvernig samsæriskenning getur haft alvarlegar afleiðingar þegar fylgjendur hennar brutust inn í þinghúsið þann 6. janúar með afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Hvað knúði þessa hreyfingu áfram? Og hvaða áhrif hefur hún haft á bandaríska stjórnmálamenningu? Í næsta þætti Skuggavaldsins munum við kafa enn dýpra í þessa hættulegu þróun og greina árásina á þinghúsið sjálft – atburð sem á enn eftir að setja mark sitt á heiminn.
Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47