Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. október 2024 14:31 Í lok árs 2017 og byrjun 2018 hófu fylgjendur QAnon að mæta á kosningafundi Donalds Trump sem gaf þeim undir fótinn án þess að styðja þá beint. Joe Raedle/Getty Images QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um forsöguna að QAnon, hvernig samsæriskenningin varð til og hvernig hún þróaðist frá undirheimum netmiðlanna yfir í virka pólitíska hreyfingu. „QAnon er í senn samsæriskenning og pólitísk hreyfing,“ útskýrir Eiríkur. „Hún er til í mörgum útgáfum en ein meginútgáfa hennar gengur út á að leynilegur hópur frægs fólks, stjórnmálamanna og viðskiptaleiðtoga stundi barnaníð og djöfladýrkun. Hópurinn stjórni í raun heiminum en Donald Trump berjist gegn honum og því sé afar mikilvægt að hann nái kjöri sem forseti.“ Uppruninn rekinn til níunda áratugarins En saga QAnon nær mun lengra aftur en margir átta sig á. Hulda rifjar upp hvernig rekja megi upprunann allt aftur til haturs í garð Clinton-hjónanna sem hófst strax á níunda áratugnum. Þá voru Bill og Hillary Clinton vænd um að hafa staðið að baki fjölmörgum morðum á pólitískum andstæðingum sem staðið hafi í vegi meintrar skefjalausrar valdagræðgi þeirra. Þrátt fyrir að engin gögn styðji þessar fullyrðingar lögðu þær grunninn að seinni tíma samsæriskenningum og óhróðri um Hillary Clinton þegar hún var í forsetaframboði. Þar má nefna „frazzledrip” hryllingssöguna, þar sem Hillary Clinton og aðstoðarkona hennar voru sagðar misnota og myrða unga stúlku. Nær í tíma má rekja rætur QAnon-samsæriskenningarinnar til „pizzagate“-málsins sem kom upp í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þá var brotist inn á tölvupóstþjón Hillary Clinton og orðrómur fór af stað um að póstarnir innihéldu dulmál um barnaníðingshring sem gerður væri út frá pizzastað í Washington. Gaf fylgjendunum undir fótinn Það er fyrst árið 2017 sem QAnon-samsæriskenningin lítur dagsins ljós undir því heiti. Það gerist á netspjallinu 4chan, þegar nafnlaus notandi sendir dulkóðuð skilaboð undir dulnefninu „Q“. Hann lýsir yfir að „stormurinn sé að koma“ þegar hin spillta, djöfladýrkandi og barnamisnotandi elíta muni hljóta makleg málagjöld og sannleikurinn komi í ljós. QAnon varð á skömmum tíma gríðarlega vinsæl á netinu og í raunheimum. Í lok árs 2017 og byrjun 2018 byrja fylgjendur að mæta á kosningafundi Donalds Trump með QAnon táknmál og fánamerki. „Kenningin fékk hljómgrunn, sérstaklega meðal þeirra sem höfðu tapað trú á hefðbundnum stjórnmálum,“ segir Hulda. Trump sjálfur gaf fylgjendum undir fótinn án þess að styðja þá beint með því að segja á kosningafundi: „Ég veit ekki mikið um QAnon, nema það að þeir eru mjög á móti barnaníði, og því er ég sammála.“ QAnon varð síðan eitt mest sláandi dæmið um það hvernig samsæriskenning getur haft alvarlegar afleiðingar þegar fylgjendur hennar brutust inn í þinghúsið þann 6. janúar með afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Hvað knúði þessa hreyfingu áfram? Og hvaða áhrif hefur hún haft á bandaríska stjórnmálamenningu? Í næsta þætti Skuggavaldsins munum við kafa enn dýpra í þessa hættulegu þróun og greina árásina á þinghúsið sjálft – atburð sem á enn eftir að setja mark sitt á heiminn. Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um forsöguna að QAnon, hvernig samsæriskenningin varð til og hvernig hún þróaðist frá undirheimum netmiðlanna yfir í virka pólitíska hreyfingu. „QAnon er í senn samsæriskenning og pólitísk hreyfing,“ útskýrir Eiríkur. „Hún er til í mörgum útgáfum en ein meginútgáfa hennar gengur út á að leynilegur hópur frægs fólks, stjórnmálamanna og viðskiptaleiðtoga stundi barnaníð og djöfladýrkun. Hópurinn stjórni í raun heiminum en Donald Trump berjist gegn honum og því sé afar mikilvægt að hann nái kjöri sem forseti.“ Uppruninn rekinn til níunda áratugarins En saga QAnon nær mun lengra aftur en margir átta sig á. Hulda rifjar upp hvernig rekja megi upprunann allt aftur til haturs í garð Clinton-hjónanna sem hófst strax á níunda áratugnum. Þá voru Bill og Hillary Clinton vænd um að hafa staðið að baki fjölmörgum morðum á pólitískum andstæðingum sem staðið hafi í vegi meintrar skefjalausrar valdagræðgi þeirra. Þrátt fyrir að engin gögn styðji þessar fullyrðingar lögðu þær grunninn að seinni tíma samsæriskenningum og óhróðri um Hillary Clinton þegar hún var í forsetaframboði. Þar má nefna „frazzledrip” hryllingssöguna, þar sem Hillary Clinton og aðstoðarkona hennar voru sagðar misnota og myrða unga stúlku. Nær í tíma má rekja rætur QAnon-samsæriskenningarinnar til „pizzagate“-málsins sem kom upp í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Þá var brotist inn á tölvupóstþjón Hillary Clinton og orðrómur fór af stað um að póstarnir innihéldu dulmál um barnaníðingshring sem gerður væri út frá pizzastað í Washington. Gaf fylgjendunum undir fótinn Það er fyrst árið 2017 sem QAnon-samsæriskenningin lítur dagsins ljós undir því heiti. Það gerist á netspjallinu 4chan, þegar nafnlaus notandi sendir dulkóðuð skilaboð undir dulnefninu „Q“. Hann lýsir yfir að „stormurinn sé að koma“ þegar hin spillta, djöfladýrkandi og barnamisnotandi elíta muni hljóta makleg málagjöld og sannleikurinn komi í ljós. QAnon varð á skömmum tíma gríðarlega vinsæl á netinu og í raunheimum. Í lok árs 2017 og byrjun 2018 byrja fylgjendur að mæta á kosningafundi Donalds Trump með QAnon táknmál og fánamerki. „Kenningin fékk hljómgrunn, sérstaklega meðal þeirra sem höfðu tapað trú á hefðbundnum stjórnmálum,“ segir Hulda. Trump sjálfur gaf fylgjendum undir fótinn án þess að styðja þá beint með því að segja á kosningafundi: „Ég veit ekki mikið um QAnon, nema það að þeir eru mjög á móti barnaníði, og því er ég sammála.“ QAnon varð síðan eitt mest sláandi dæmið um það hvernig samsæriskenning getur haft alvarlegar afleiðingar þegar fylgjendur hennar brutust inn í þinghúsið þann 6. janúar með afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Hvað knúði þessa hreyfingu áfram? Og hvaða áhrif hefur hún haft á bandaríska stjórnmálamenningu? Í næsta þætti Skuggavaldsins munum við kafa enn dýpra í þessa hættulegu þróun og greina árásina á þinghúsið sjálft – atburð sem á enn eftir að setja mark sitt á heiminn.
Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47