„Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. október 2024 10:06 Í þætti Eftirmála tjá þau Hilmar og Ellen sig um hörmungaratburðina á Gýgjarhóli árið 2018, og réttarhöldin sem fylgdu í kjölfarið. Stöð 2 „Maður missti svo mikið við þessa atlögu. Ég missti pabba, ég missti frænda minn, ég missti griðastaðinn minn þarna. Í rauninni held ég að það hafi ekki komið mér á óvart þegar hann neitaði sök. Þetta er ekki maður sem hefur gengist við gjörðum sínum,“ segir Ellen Drífa Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Lýðssonar sem ráðinn var bani á bænum Gýgjarhóli árið 2018. Banamaður Ragnars var bróðir hans, Valur Lýðsson. Gýgjarhólsmálið svokallaða er viðfangsefnið í fyrsta þættinum af Eftirmálum sem frumsýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi en umsjónarmenn þáttarins er fyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir. Eftirmál hófu göngu sína sem hlaðvarpsþættir fyrir tveimur árum en hafa nú verið færðir yfir í sjónvarpsform og útkoman er sex þátta sería sem verður til sýningar á Stöð 2 næstu vikurnar. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan. Í fyrsta þætti Eftirmála er rætt við Ellen Drífu og bróður hennar, Hilmar Ragnarsson, auk annarra sem komu að Gýgjarhólsmálinu á sínum tíma; Ragnar Jónsson lögreglufulltrúa og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Að neðan má sjá brot úr þættinum um Gýgjarhól. Gýgjarhólsmálið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í mars 2018, og þá ekki síst vegna vegna náinna tengsla morðingjans og fórnarlambsins. Málsatvik voru þau að Valur veittist að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, með ofbeldi með þeim afleiðingum að hann lést. Var Ragnar gestkomandi hjá bróður sínum að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð þegar hann varð fyrir árásinni. Valur réðst að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Alveg frá upphafi bar Valur við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Í september sama ár var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur átti seinna meir eftir að þyngja dóminn og að lokum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Gýgjarhóll var griðarstaður Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála átti Ragnar mjög stóra fjölskyldu og fjögur uppkomin börn. Tvö þeirra eru þau Hilmar og Ellen Drífa. Í viðtali við Eftirmál lýsa þau föður sínum heitnum sem góðum og traustum manni. „Hann hjálpaði manni alltaf ef það var eitthvað. Hann var mjög góður vinur og til í alls konar svona vitleysu,“ rifjar Hilmar upp. „Hann vann mikið en hann nýtti svona hvert tækifæri sem hann gat til að koma í heimsókn og hitta barnabörnin og svona,“segir Ellen. Þá segjast systkinin alltaf hafa staðið í þeirri trú að samband þeirra bræða, Ragnars og Vals, hafi verið mjög gott. Þá var samband þeirra beggja við Val sömuleiðis gott. „Það var alveg búið að minnka eftir að ég eignaðist mín börn og svona. En á unglingsárunum þá var ég oft að fara þarna upp á Gýgjarhól og ég gisti þarna heilu helgarnar. Þetta var bara griðarstaður,“segir Ellen. Á öðrum stað í viðtalinu segjast systkinin hafa heyrt útundan sér sögur af ósæmilegri hegðun hjá Val í gegnum árin, en ávallt leitt þær sögur hjá sér. „Mikil drykkja og eitthvað svoleiðis, og dýrníð. Og þetta er eitthvað sem maður hafði útilokað, það var bara afneitun,“segir Ellen. Enn eitt höggið Systkinin lýsa jafnframt þeim tilfinningum sem blossuðu upp þegar dómur var kveðinn yfir Vali í héraðsdómi á sínum tíma. „Ég man að ég sat í réttarsalnum þegar hann kvað upp dóminn og þá segir hann: „Sjö ár.“ Og maður eiginlega bara beið,og hlustaði eftir og hélt að það kæmi eitthvað meira. En það var bara sjö ár og búið,“ segir Ellen og Hilmar tekur undir: „Öll þessi vinna hjá þessu góða fólki sem kom að þessu máli, og vitni komin þarna,og svo er bara einn dómari sem hlustar á þetta allt saman og hann hefur svo bara ákvörðunarvaldið um hvað dóm hann fær. Sem var að mínu mati, og vona ég flestra, bara kolrangt. Fyrir mig var þetta algjört sjokk.“ „Þetta var bara enn eitt höggið. Maður var bara gjörsamlega í sjokki. Maður horfði svolítið á þetta þannig að þetta var bara sigur fyrir hann,“segir Ellen jafnframt og á þar við frænda sinn, Val Lýðsson. Trúa ekki útskýringum frænda síns Líkt og Hilmar bendir á var frændi hans fyrst og fremst veikur maður. „Langtum veikari en maður sjálfur gerði sér grein fyrir. Það hefur aldrei komið fram neitt sem bendir til þess að hann iðrist þess að hafa gert þetta.“ Þá segir Ellen: „Ég hefði ekki einu sinni þurft afsökunarbeiðni eða neitt. Ég hefði bara viljað viðurkenningu á því að hann hafi gert þetta.“ Systkinin segjast bæði eiga bágt með að trúa þeim útskýringum Vals að hann muni ekki eftir að hafa framið þetta ódæðisverk. „Þú getur ekki gleymt bara öllu. Þú gerir ekki svona hlut og ferð svo bara á koddann og sofnar. Ég bara neita að trúa þessu,“ segir Hilmar og Ellen tekur undir. „Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld.“ Eftirmál Manndráp á Gýgjarhóli II Bláskógabyggð Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Gýgjarhólsmálið svokallaða er viðfangsefnið í fyrsta þættinum af Eftirmálum sem frumsýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi en umsjónarmenn þáttarins er fyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir. Eftirmál hófu göngu sína sem hlaðvarpsþættir fyrir tveimur árum en hafa nú verið færðir yfir í sjónvarpsform og útkoman er sex þátta sería sem verður til sýningar á Stöð 2 næstu vikurnar. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan. Í fyrsta þætti Eftirmála er rætt við Ellen Drífu og bróður hennar, Hilmar Ragnarsson, auk annarra sem komu að Gýgjarhólsmálinu á sínum tíma; Ragnar Jónsson lögreglufulltrúa og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Að neðan má sjá brot úr þættinum um Gýgjarhól. Gýgjarhólsmálið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í mars 2018, og þá ekki síst vegna vegna náinna tengsla morðingjans og fórnarlambsins. Málsatvik voru þau að Valur veittist að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, með ofbeldi með þeim afleiðingum að hann lést. Var Ragnar gestkomandi hjá bróður sínum að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð þegar hann varð fyrir árásinni. Valur réðst að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Alveg frá upphafi bar Valur við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Í september sama ár var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur átti seinna meir eftir að þyngja dóminn og að lokum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Gýgjarhóll var griðarstaður Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála átti Ragnar mjög stóra fjölskyldu og fjögur uppkomin börn. Tvö þeirra eru þau Hilmar og Ellen Drífa. Í viðtali við Eftirmál lýsa þau föður sínum heitnum sem góðum og traustum manni. „Hann hjálpaði manni alltaf ef það var eitthvað. Hann var mjög góður vinur og til í alls konar svona vitleysu,“ rifjar Hilmar upp. „Hann vann mikið en hann nýtti svona hvert tækifæri sem hann gat til að koma í heimsókn og hitta barnabörnin og svona,“segir Ellen. Þá segjast systkinin alltaf hafa staðið í þeirri trú að samband þeirra bræða, Ragnars og Vals, hafi verið mjög gott. Þá var samband þeirra beggja við Val sömuleiðis gott. „Það var alveg búið að minnka eftir að ég eignaðist mín börn og svona. En á unglingsárunum þá var ég oft að fara þarna upp á Gýgjarhól og ég gisti þarna heilu helgarnar. Þetta var bara griðarstaður,“segir Ellen. Á öðrum stað í viðtalinu segjast systkinin hafa heyrt útundan sér sögur af ósæmilegri hegðun hjá Val í gegnum árin, en ávallt leitt þær sögur hjá sér. „Mikil drykkja og eitthvað svoleiðis, og dýrníð. Og þetta er eitthvað sem maður hafði útilokað, það var bara afneitun,“segir Ellen. Enn eitt höggið Systkinin lýsa jafnframt þeim tilfinningum sem blossuðu upp þegar dómur var kveðinn yfir Vali í héraðsdómi á sínum tíma. „Ég man að ég sat í réttarsalnum þegar hann kvað upp dóminn og þá segir hann: „Sjö ár.“ Og maður eiginlega bara beið,og hlustaði eftir og hélt að það kæmi eitthvað meira. En það var bara sjö ár og búið,“ segir Ellen og Hilmar tekur undir: „Öll þessi vinna hjá þessu góða fólki sem kom að þessu máli, og vitni komin þarna,og svo er bara einn dómari sem hlustar á þetta allt saman og hann hefur svo bara ákvörðunarvaldið um hvað dóm hann fær. Sem var að mínu mati, og vona ég flestra, bara kolrangt. Fyrir mig var þetta algjört sjokk.“ „Þetta var bara enn eitt höggið. Maður var bara gjörsamlega í sjokki. Maður horfði svolítið á þetta þannig að þetta var bara sigur fyrir hann,“segir Ellen jafnframt og á þar við frænda sinn, Val Lýðsson. Trúa ekki útskýringum frænda síns Líkt og Hilmar bendir á var frændi hans fyrst og fremst veikur maður. „Langtum veikari en maður sjálfur gerði sér grein fyrir. Það hefur aldrei komið fram neitt sem bendir til þess að hann iðrist þess að hafa gert þetta.“ Þá segir Ellen: „Ég hefði ekki einu sinni þurft afsökunarbeiðni eða neitt. Ég hefði bara viljað viðurkenningu á því að hann hafi gert þetta.“ Systkinin segjast bæði eiga bágt með að trúa þeim útskýringum Vals að hann muni ekki eftir að hafa framið þetta ódæðisverk. „Þú getur ekki gleymt bara öllu. Þú gerir ekki svona hlut og ferð svo bara á koddann og sofnar. Ég bara neita að trúa þessu,“ segir Hilmar og Ellen tekur undir. „Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld.“
Eftirmál Manndráp á Gýgjarhóli II Bláskógabyggð Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira