Lífeyrisþeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr Árni Sæberg skrifar 15. október 2024 11:53 Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr. Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins. Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins.
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira