Börkur hættir hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 14:22 Börkur Edvardsson ætlar að láta staðar numið í stjórn knattspyrnudeildar Vals. vísir/sigurjón Börkur Edvardsson ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns eða stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á næsta haustfundi félagsins 21. október. Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00
„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01
„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30