Peningar: Verkfæri til að draga úr óvissu, ekki pólitískt vald Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 15. október 2024 15:31 Nýverið birtist skoðanapistill hér á Vísi þar sem höfundur hélt því fram að sósíalismi náist ekki án sjálfstæðs gjaldmiðils. Þetta sjónarmið vakti upp áhugaverðar spurningar um hlutverk peninga í samfélaginu. Að mínu mati eru peningar ekki tæki til að þjóna pólitískum markmiðum, heldur grundvallarverkfæri sem hjálpa einstaklingum að eiga viðskipti á skilvirkan og sanngjarnan máta. Hlutverk peninga í samf é laginu Peningar eru fyrst og fremst skiptimiðill og tækni til að geyma virði. Þeir gera okkur kleift að skiptast á vörum og þjónustu án þess að þurfa að finna nákvæman samsvörun á þörfum okkar og annarra. Mikilvægasti eiginleiki peninga er hæfileikinn til að varðveita verðmæti yfir tíma, sem gerir okkur kleift að spara og skipuleggja framtíðina. Með því að treysta á að peningar haldi verðgildi sínu getum við dregið úr óvissum framtíðarinnar og tryggt þannig fjárhagslegt öryggi okkar. Áhrif miðstýringar og peningaprentunar Í nútímasamfélagi eru peningar oft miðstýrðir og í höndum ríkisvaldsins. Þetta getur leitt til þess að peningamagn í umferð eykst stöðugt vegna peningaprentunar. Slík aukning á framboði peninga, án samsvarandi aukningar á raunverulegum verðmætum, veldur verðbólgu. Afleiðingin er sú að kaupmáttur peninga minnkar; hver króna kaupir minna en áður. Þetta grefur undan getu einstaklinga til að geyma virði og dregur úr fjárhagslegu öryggi þeirra. Notkun fasteigna sem verðmætageymslur Vegna þess að peningar í núverandi kerfi tapa stöðugt verðgildi sínu sökum verðbólgu og aukins peningamagns, hafa margir leitað til fasteigna sem leiðar til að geyma verðmæti sín. Þetta hefur leitt til þess að fasteignir eru ekki lengur aðeins heimili fyrir fólk, heldur einnig fjárfestingartæki. Þegar vextir eru lágir eykst hvati til að fjárfesta í fasteignum, sem leiðir til síhækkandi fasteignaverðs. Afleiðingin er sú að húsnæðismarkaðurinn verður óaðgengilegri fyrir þá sem vilja einfaldlega eiga þak yfir höfuðið. Peningar ættu hins vegar að þjóna hlutverki öruggrar geymslu verðmæta, þannig að fólk þurfi ekki að leita til annarra eignaflokka eins og fasteigna til að verja sparnað sinn. Ef peningar gætu haldið verðgildi sínu yfir tíma, myndu fasteignir fyrst og fremst vera notaðar til búsetu, ekki sem verðmætageymslur. Þetta myndi draga úr óeðlilegri eftirspurn eftir fasteignum sem fjárfestingum og stuðla að sanngjarnara húsnæðisverði. Peningar sem tæki fyrir pólitíska misnotkun Í fyrri grein minni um hvernig peningar eru notaðir til að viðhalda stríðum benti ég á að þegar stjórnvöld hafa vald til að stýra peningamagni geta þau notað peninga sem tæki til pólitískrar misnotkunar. Stríð eru dæmi um þetta, þar sem stjórnvöld geta prentað peninga til að fjármagna hernaðaraðgerðir án þess að hækka skatta eða leita samþykkis almennings. Þetta gerir það mögulegt að halda stríði gangandi þvert á vilja þjóðarinnar. Afleiðingin er verðbólga sem bitnar á öllum. Þannig eru almennir borgarar látnir bera byrðina af ákvörðunum sem þeir hafa litla eða enga stjórn á, þar sem peningakerfið sjálft leyfir slíka fjármögnun. Þörfin fyrir stöðugan og óháðan gjaldmiðil Til að vernda einstaklinga gegn slíkri misnotkun er nauðsynlegt að hafa gjaldmiðil sem er óháður pólitískum afskiptum. Slíkur gjaldmiðill myndi tryggja að peningar gegni raunverulega hlutverki sínu sem geymsla verðmæta og skiptimiðill. Með því að fjarlægja möguleikann á óhóflegri peningaprentun væri hægt að draga úr verðbólgu og auka traust almennings á peningakerfinu. Lausnir og framtíðarsýn Ég get því ekki séð að lausnin felist í því að halda sig við einn ríkisgjaldmiðil eða koma á sósíalísku hagkerfi með sjálfstæðum gjaldmiðli. Heldur þarf að endurskoða hvernig peningakerfið er uppbyggt og tryggja að það þjóni hagsmunum almennings. Ein leið til þess er að huga að gjaldmiðlum sem eru ónæmir fyrir pólitískri misnotkun, til dæmis með því að nýta tæknilausnir sem dreifa valdi og ábyrgð. Þá væri samkeppni gjaldmiðla þar ein leið til að skapa kerfi sem þjónar hagsmunnum almennings hvað best. Peningar eiga að vera verkfæri sem hjálpa okkur að draga úr óvissum framtíðarinnar, geyma verðmæti og eiga viðskipti á sanngjarnan hátt. Til að ná því markmiði þurfum við að tryggja að peningakerfið sé stöðugt, traust og óháð pólitískum afskiptum sem geta grafið undan verðgildi peninga. Með því að leyfa markaðnum að ákvarða hvaða gjaldmiðlar þjóna hlutverki penings best, getum við stuðlað að auknu fjárhagslegu öryggi og frelsi fyrir einstaklinga til framtíðar. Höfundur er tölvunarfræðingur og starfar sem forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birtist skoðanapistill hér á Vísi þar sem höfundur hélt því fram að sósíalismi náist ekki án sjálfstæðs gjaldmiðils. Þetta sjónarmið vakti upp áhugaverðar spurningar um hlutverk peninga í samfélaginu. Að mínu mati eru peningar ekki tæki til að þjóna pólitískum markmiðum, heldur grundvallarverkfæri sem hjálpa einstaklingum að eiga viðskipti á skilvirkan og sanngjarnan máta. Hlutverk peninga í samf é laginu Peningar eru fyrst og fremst skiptimiðill og tækni til að geyma virði. Þeir gera okkur kleift að skiptast á vörum og þjónustu án þess að þurfa að finna nákvæman samsvörun á þörfum okkar og annarra. Mikilvægasti eiginleiki peninga er hæfileikinn til að varðveita verðmæti yfir tíma, sem gerir okkur kleift að spara og skipuleggja framtíðina. Með því að treysta á að peningar haldi verðgildi sínu getum við dregið úr óvissum framtíðarinnar og tryggt þannig fjárhagslegt öryggi okkar. Áhrif miðstýringar og peningaprentunar Í nútímasamfélagi eru peningar oft miðstýrðir og í höndum ríkisvaldsins. Þetta getur leitt til þess að peningamagn í umferð eykst stöðugt vegna peningaprentunar. Slík aukning á framboði peninga, án samsvarandi aukningar á raunverulegum verðmætum, veldur verðbólgu. Afleiðingin er sú að kaupmáttur peninga minnkar; hver króna kaupir minna en áður. Þetta grefur undan getu einstaklinga til að geyma virði og dregur úr fjárhagslegu öryggi þeirra. Notkun fasteigna sem verðmætageymslur Vegna þess að peningar í núverandi kerfi tapa stöðugt verðgildi sínu sökum verðbólgu og aukins peningamagns, hafa margir leitað til fasteigna sem leiðar til að geyma verðmæti sín. Þetta hefur leitt til þess að fasteignir eru ekki lengur aðeins heimili fyrir fólk, heldur einnig fjárfestingartæki. Þegar vextir eru lágir eykst hvati til að fjárfesta í fasteignum, sem leiðir til síhækkandi fasteignaverðs. Afleiðingin er sú að húsnæðismarkaðurinn verður óaðgengilegri fyrir þá sem vilja einfaldlega eiga þak yfir höfuðið. Peningar ættu hins vegar að þjóna hlutverki öruggrar geymslu verðmæta, þannig að fólk þurfi ekki að leita til annarra eignaflokka eins og fasteigna til að verja sparnað sinn. Ef peningar gætu haldið verðgildi sínu yfir tíma, myndu fasteignir fyrst og fremst vera notaðar til búsetu, ekki sem verðmætageymslur. Þetta myndi draga úr óeðlilegri eftirspurn eftir fasteignum sem fjárfestingum og stuðla að sanngjarnara húsnæðisverði. Peningar sem tæki fyrir pólitíska misnotkun Í fyrri grein minni um hvernig peningar eru notaðir til að viðhalda stríðum benti ég á að þegar stjórnvöld hafa vald til að stýra peningamagni geta þau notað peninga sem tæki til pólitískrar misnotkunar. Stríð eru dæmi um þetta, þar sem stjórnvöld geta prentað peninga til að fjármagna hernaðaraðgerðir án þess að hækka skatta eða leita samþykkis almennings. Þetta gerir það mögulegt að halda stríði gangandi þvert á vilja þjóðarinnar. Afleiðingin er verðbólga sem bitnar á öllum. Þannig eru almennir borgarar látnir bera byrðina af ákvörðunum sem þeir hafa litla eða enga stjórn á, þar sem peningakerfið sjálft leyfir slíka fjármögnun. Þörfin fyrir stöðugan og óháðan gjaldmiðil Til að vernda einstaklinga gegn slíkri misnotkun er nauðsynlegt að hafa gjaldmiðil sem er óháður pólitískum afskiptum. Slíkur gjaldmiðill myndi tryggja að peningar gegni raunverulega hlutverki sínu sem geymsla verðmæta og skiptimiðill. Með því að fjarlægja möguleikann á óhóflegri peningaprentun væri hægt að draga úr verðbólgu og auka traust almennings á peningakerfinu. Lausnir og framtíðarsýn Ég get því ekki séð að lausnin felist í því að halda sig við einn ríkisgjaldmiðil eða koma á sósíalísku hagkerfi með sjálfstæðum gjaldmiðli. Heldur þarf að endurskoða hvernig peningakerfið er uppbyggt og tryggja að það þjóni hagsmunum almennings. Ein leið til þess er að huga að gjaldmiðlum sem eru ónæmir fyrir pólitískri misnotkun, til dæmis með því að nýta tæknilausnir sem dreifa valdi og ábyrgð. Þá væri samkeppni gjaldmiðla þar ein leið til að skapa kerfi sem þjónar hagsmunnum almennings hvað best. Peningar eiga að vera verkfæri sem hjálpa okkur að draga úr óvissum framtíðarinnar, geyma verðmæti og eiga viðskipti á sanngjarnan hátt. Til að ná því markmiði þurfum við að tryggja að peningakerfið sé stöðugt, traust og óháð pólitískum afskiptum sem geta grafið undan verðgildi peninga. Með því að leyfa markaðnum að ákvarða hvaða gjaldmiðlar þjóna hlutverki penings best, getum við stuðlað að auknu fjárhagslegu öryggi og frelsi fyrir einstaklinga til framtíðar. Höfundur er tölvunarfræðingur og starfar sem forritari.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun