Samið um 800 íbúðir á Ásbrú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2024 14:46 Samningurinn handsalaður í dag. Kadeco Alls verða byggðar 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar samfélagslegra innviða, almenningsrýmis og nýrra bygginga undir þjónustu fyrir íbúa. Samningur þess efnis milli Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkisins um uppbyggingu á Ásbrú var undirritaður í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Þar segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum hafi aukist mikið og aðstæður á Ásbrú geri það að verkum að þar sé hægt að byggja hraðar upp sjálfbært íbúðahverfi en víða annars staðar. „Á Ásbrú er fjölbreytt samfélag sem mun styrkjast enn frekar með uppbyggingu nýrra íbúða og innviða. Markmið samningsins er meðal annars að mæta aukinni eftirspurn eftir húsnæði, skapa fyrirsjáanleika og að hefja skipulega þéttingu og þróun byggðar á Ásbrú.“ Samkomulagið var undirritað í Andrews Theater á Ásbrú af Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formanni bæjarstjórnar og starfandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. „Við ætlum að hraða uppbyggingu og mæta húsnæðisskorti á íbúðamarkaði. Uppbygging á Ásbrú er bæði spennandi og þarft verkefni og það er mikið fagnaðarefni að við höfum skrifað undir samkomulag um næstu skref. Á svæðinu er allt til staðar sem íbúðahverfi þarf til að þar haldi áfram að byggjast upp blómleg byggð og með þessari uppbyggingu verður hægt að leggja meira í samfélagslega innviði. Með því að nýta núverandi innviði svæðisins getum við hraðað framkvæmdum og komið til móts við íbúðaskort sem er ákjósanlegt fyrir alla aðila,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. „Við fögnum þeim samningi sem var undirritaður hér í dag en hann markar tímamót í þróun Ásbrúarhverfisins til framtíðar. Við höfum lagt áherslu á mikilvægi samvinnu ríkisins og sveitarfélagsins þegar mótuð er sameiginleg framtíðarsýn fyrir hverfið og hér erum við formlega lögð af stað í þá vegferð. Á Ásbrú eru gríðarleg tækifæri og við hlökkum mikið til að sjá hverfið halda áfram að vaxa og blómstra,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samningurinn nú kemur í kjölfar útboðs á 150 íbúða uppbyggingu á svokölluðum Suðurbrautarreit á Ásbrú en þar stendur til að byggja lágreist, gönguvænt og barnvænt hverfi í hjarta Ásbrúar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Þar segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum hafi aukist mikið og aðstæður á Ásbrú geri það að verkum að þar sé hægt að byggja hraðar upp sjálfbært íbúðahverfi en víða annars staðar. „Á Ásbrú er fjölbreytt samfélag sem mun styrkjast enn frekar með uppbyggingu nýrra íbúða og innviða. Markmið samningsins er meðal annars að mæta aukinni eftirspurn eftir húsnæði, skapa fyrirsjáanleika og að hefja skipulega þéttingu og þróun byggðar á Ásbrú.“ Samkomulagið var undirritað í Andrews Theater á Ásbrú af Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formanni bæjarstjórnar og starfandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. „Við ætlum að hraða uppbyggingu og mæta húsnæðisskorti á íbúðamarkaði. Uppbygging á Ásbrú er bæði spennandi og þarft verkefni og það er mikið fagnaðarefni að við höfum skrifað undir samkomulag um næstu skref. Á svæðinu er allt til staðar sem íbúðahverfi þarf til að þar haldi áfram að byggjast upp blómleg byggð og með þessari uppbyggingu verður hægt að leggja meira í samfélagslega innviði. Með því að nýta núverandi innviði svæðisins getum við hraðað framkvæmdum og komið til móts við íbúðaskort sem er ákjósanlegt fyrir alla aðila,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. „Við fögnum þeim samningi sem var undirritaður hér í dag en hann markar tímamót í þróun Ásbrúarhverfisins til framtíðar. Við höfum lagt áherslu á mikilvægi samvinnu ríkisins og sveitarfélagsins þegar mótuð er sameiginleg framtíðarsýn fyrir hverfið og hér erum við formlega lögð af stað í þá vegferð. Á Ásbrú eru gríðarleg tækifæri og við hlökkum mikið til að sjá hverfið halda áfram að vaxa og blómstra,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samningurinn nú kemur í kjölfar útboðs á 150 íbúða uppbyggingu á svokölluðum Suðurbrautarreit á Ásbrú en þar stendur til að byggja lágreist, gönguvænt og barnvænt hverfi í hjarta Ásbrúar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.
Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira