Hildur leiðir aðgerðahóp forsætisráðherra um að brúa bilið Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 14:55 Hildur Björnsdóttir hefur ítrekað gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að sinna málaflokki leikskóla ekki nægilega vel. Þá hefur hún oft bent á langa biðlista og lélega mönnun innan kerfisins. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í Reykjavík leiðir aðgerðahóp innan forsætisráðuneytisins sem á að vinna að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent