Paul Pogba: Reiðin mun hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 10:01 Paul Pogba má spila aftur fótbolta á næsta ári en það verður þó ekki með Juventus . Getty/Andrea Staccioli Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba segir að hann muni snúa aftur í fótboltann betri en hann var áður. Hann segist líka vera enginn svindlari. Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira