Lenya vill forystusæti hjá Pírötum í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 10:09 Lenya hefur verið varaþingmaður en vill vera þingmaður. Vísir/Vilhelm Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Það tilkynnti Lenya á Facebook í færslu í gær. Hún hefur síðustu þrjú ár sinnt varaþingmennsku fyrir flokkinn en segir tíma til kominn að hleypa nýju fólki að borðinu. Í síðustu Alþingiskosningum leiddu Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen í Reykjavíkurkjördæmunum. Bæði hafa þau gefið út að þau ætli að halda áfram og því ljóst að slagur verður um oddvitasætin í kjördæmunum. Píratar eru með sameiginlegt prófkjör í Reykjavík en raða svo á lista í báðum kjördæmunum miðað við niðurstöðu í kosningu. Skráning í prófkjörið opnaði 15. október og lýkur á sunnudag, 20. október. Kosning fer svo fram 20. til 22. október. „Á síðustu dögum hefur staðan í stjórnmálum tekið ýmsum breytingum og ímynda ég mér að fólkið í landinu sé orðið spennt fyrir raunverulegum breytingum - breytingum á því hvernig stjórnmál eru stunduð og breytingum á stjórnmálamönnum sjálfum. Því sækist ég eftir því að leiða listann í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það er kominn tími á að hleypa nýju fólki að borðinu, sem er eðlilegt og heilbrigt í öllum flokkum. Mikilvægt er að flokkur sem talar fyrir breytingum fagni breytingum innan flokksins,“ segir Lenya Rún í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Ný forysta marki nýjan kafla Þar segir hún einnig að ný forysta eigi að marka nýjan kafla í flokknum og að aldrei hafi verið jafn mikil þörf á því að hamra á upphaflegu gildum Pírata. „Forysta og ábyrgð í stjórnmálaflokki krefst trausts, og er ég að biðja um það traust. Ég vil að þingmenn tali fyrir fólk en ekki yfir fólk. Ég vil færa valdið aftur í hendur fólksins, enda er beint lýðræði ein af grunnstoðum Pírata. Þingseta er ekki sjálfgefin og er hún einungis möguleg í krafti umboðs grasrótarinnar. Verði mér treyst fyrir því umboði, mun ég sjá til þess að áhersla grasrótar sé endurspegluð í komandi kosningabaráttu og á Alþingi,“ segir Lenya. Alþingiskosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Í síðustu Alþingiskosningum leiddu Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen í Reykjavíkurkjördæmunum. Bæði hafa þau gefið út að þau ætli að halda áfram og því ljóst að slagur verður um oddvitasætin í kjördæmunum. Píratar eru með sameiginlegt prófkjör í Reykjavík en raða svo á lista í báðum kjördæmunum miðað við niðurstöðu í kosningu. Skráning í prófkjörið opnaði 15. október og lýkur á sunnudag, 20. október. Kosning fer svo fram 20. til 22. október. „Á síðustu dögum hefur staðan í stjórnmálum tekið ýmsum breytingum og ímynda ég mér að fólkið í landinu sé orðið spennt fyrir raunverulegum breytingum - breytingum á því hvernig stjórnmál eru stunduð og breytingum á stjórnmálamönnum sjálfum. Því sækist ég eftir því að leiða listann í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það er kominn tími á að hleypa nýju fólki að borðinu, sem er eðlilegt og heilbrigt í öllum flokkum. Mikilvægt er að flokkur sem talar fyrir breytingum fagni breytingum innan flokksins,“ segir Lenya Rún í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Ný forysta marki nýjan kafla Þar segir hún einnig að ný forysta eigi að marka nýjan kafla í flokknum og að aldrei hafi verið jafn mikil þörf á því að hamra á upphaflegu gildum Pírata. „Forysta og ábyrgð í stjórnmálaflokki krefst trausts, og er ég að biðja um það traust. Ég vil að þingmenn tali fyrir fólk en ekki yfir fólk. Ég vil færa valdið aftur í hendur fólksins, enda er beint lýðræði ein af grunnstoðum Pírata. Þingseta er ekki sjálfgefin og er hún einungis möguleg í krafti umboðs grasrótarinnar. Verði mér treyst fyrir því umboði, mun ég sjá til þess að áhersla grasrótar sé endurspegluð í komandi kosningabaráttu og á Alþingi,“ segir Lenya.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54 Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11 Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Halldóra vill vera áfram á þingi Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur. 15. október 2024 12:54
Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16. október 2024 11:11
Píratar komnir í kosningaham Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. 15. október 2024 09:36